CH_SpaGym_Hero
chmobilespagymhero-2

Heilsulindirnar okkar

Bóka tíma í heilsulind

Dekraðu við þig

Við bjóðum upp á marga kosti þegar kemur að dekri og vellíðan í heilsulindum. Með úrvali af heitum pottum, saunu og slökunarrýmum og nuddmeðferðum, færðu sannkallað dekur fyrir líkama og sál.

Í heilsulindunum er

Heitir pottar
Gufubað
Nudd
Sturtur
Handklæði
Líkamsræktartæki

Miðgarður spa

Center Hotels spa, Spa á Center Hotels, Spa & líkamsrækt í Reykjavík, Spa & líkamsrækt í miðborginni, Dekur í miðborginni, Dekur í Reykjavík, Spa í Reykjavík, Heilsulind í Reykjavík, Spa í miðborginni, Heilsulind í miðbænum

Sæla í miðborginni

Miðgarður spa er fallega innréttuð heilsulind staðsett á Miðgarði by Center Hotels. Þar er að finna líkamsræktaraðstöðu, gufubað, búningsklefa og tvo rúmgóða heita potta sem staðsettir eru innandyra og utandyra í afgirtum garði. Í Miðgarði spa eru tvö nuddherbergi þar sem boðið eru upp á úrval af slakandi nuddmeðferðum. Aðgangur í Miðgarð spa kostar 4.500 kr. á mann en fyrir 5 gesti eða fleiri í hóp er aðgangurinn á 4.000 kr. á mann. Heilsulindin er opin alla daga frá 07:00 - 22:00 og er ætluð fullorðnum þar sem það er hægt er að panta áfenga drykki.
Meira, takk!

Ísafold spa

Two guests sitting in the hot tub with glasses of sparkling wine.

Notaleg dekurstund

Ísafold spa er staðsett á boutique hótelinu okkar; Þingholt by Center Hotels og er ríkulega útbúið og einstaklega fallega innréttað. Í Ísafold spa er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu, rúmgóðan heitan pott og nuddherbergi. Við bjóðum upp á úrval af nuddmeðferðum allt frá herðanuddi ofan í heita pottinum upp í lúxus heilsunudd. Einnig er boðið upp á úrval af hressandi drykkjum sem hægt er að bera fram í heilsulindinni. Fyrir hóp með 6 gestum eða fleiri er aðgangurinn á 4.500 kr. á mann. Innifalið er glas af freyðivíni eða bjór. Heilsulindin er opin alla daga frá 07:00 - 22:00.
Meira, takk!

Grandi spa

Overview of two hot tubs at grandi spa and a skylight window above the hot tubs. Green plants and sauna visible as well.

Fullkomin vellíðan

Grandi spa er einstaklega falleg heilsulind staðsett á Granda by Center Hotels. Hönnuð með þægindi og slökun í huga, heilsulindin býður upp á einstakt rými þar sem áherslan er lögð á að gestir fái að njóta sín. Þar er að finna eru nuddherbergi þar á meðal paranuddherbergi, gufubað, búningsklefar og slökunarrými. Að auki eru tveir heitir pottar með mismunandi hitastig. Opinn hringlaga gluggi með náttúrulegu ljósi er staðsettur fyrir ofan heitu pottana þannig að hægt er að horfa upp í himinninn á meðan gestir njóta sín í pottunum. Opið er í heilsulindinni frá 07:00 - 22:00 alla daga. Aðgangurinn í heilsulindina er á 5.900 kr. á mann. Hægt er að taka á móti hópum allt að 30 manns í einu.
Meira takk!

Arnarhvoll spa

A young woman wearing a robe, sitting next to the hot tub at arnarhvoll spa.

Sannkölluð afslöppun

Heilsulindin á Center Hotels Arnarhvol býður upp á einstaklega afslappandi andrúmsloft. Þar er að finna heitan pott, gufubað og hvíldarrými. Heilsulindin er eingöngu aðgengileg gestum sem dvelja á hótelinu og kostar aðgangurinn 3.000 kr. á mann. Heilsulindin er ætluð fullorðnum þar sem hægt er að panta áfenga drykki sem bornir eru fram í heilsulindina.
Meira, takk!