CH_SpaGym_Hero
chmobilespagymhero-2
Heilsulindirnar okkar
Bóka tíma í heilsulind
Dekraðu við þig

Við bjóðum upp á úrval af kostum þegar kemur að dekri og vellíðan. Með úrvali af heitum pottum, saunu og nuddmeðferðum bjóðum við upp á sannkallað dekur fyrir líkama og sál.

Í heilsulindunum er

Heitir pottar
Gufubað
Nudd
Sturtur
Handklæði
Líkamsræktartæki
Miðgarður spa
Spa Hotel Reykjavik
Sæla í miðborginni
Miðgarður SPA er fallega innréttuð heilsulind þar sem finna má líkamsræktaraðstöðu, gufubað, búningsklefa og tvo rúmgóða heita potta sem staðsettir eru innandyra sem og utandyra í afgirtum garði. Í Miðgarði spa eru tvö nuddherbergi þar sem boðið eru upp á úrval af slakandi nuddmeðferðum. Hægt er að njóta frískandi drykkja í heilsulindinni. Aðgangur að Miðgarði SPA kostar 4.500 kr. á mann. Aðgangur að Miðgarði spa fyrir 5 eða fleiri í hóp kostar 4.000 kr. á mann. Heilsulindin er opin alla daga frá 07:00 - 22:00.
Meira, takk!
Ísafold spa
CH_Thingholt_SpaTeaser
Notaleg dekurstund
Ísafold SPA er ríkulega útbúið og einstaklega fallega innréttað. Í Ísafold SPA er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og rúmgóðan heitan pott með regnfossi ásamt búningsherbergi og nuddherbergi. Við bjóðum upp á úrval af nuddmeferðum allt frá herðanuddi ofan í heita pottinum upp í lúxus heilsunudd. Einnig er boðið er upp á úrval af hressandi drykkjum í Ísafold SPA. Aðgangur að heilsulindinni kostar 4.500 kr. á mann. Fyrir hóp sem inniheldur fleiri en 6 gesti kostar aðgangurinn 4000 kr. á mann. Innifalið er þá einnig glas af annaðhvort freyðivíni eða bjór sem borið er fram í heilsulindina.
Meira, takk!
Arnarhvoll spa
Arnarhvoll spa 1
Sannkölluð afslöppun
Heilsulindin á Arnarhvoli býður upp á einstaklega afslappandi andrúmsloft. Þar er að finna heitan pott og gufubað. Heilsulindin er eingöngu aðgengileg gestum sem dvelja á hótelinu og kostar aðgangurinn 3.000 kr. á mann.
Meira, takk!
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.