Center Hotels family
Um okkur
Við erum fjölskylda!

Við erum ekki aðeins fjölskylda sem á og rekur hótel í miðborginni heldur eru hótelin okkar líka fjölskylda sem eru mismunandi að stærð og lögun öll staðsett í miðborg Reykjavíkur.

Sagan okkar
The family
Fjölskyldurekin hótelkeðja
Við erum Center Hotels; fjölskyldurekin hótelkeðja til yfir 25 ára. Fjölskyldan býr öll yfir yfirgripsmikilli reynslu af hótelrekstri bæði frá áralangri reynslu og menntun. Saga Center Hotels hófst árið 1994 með gistihúsi í miðborg Reykjavíkur og hefur upp frá því stækkað jafnt og þétt og samanstendur núna af níu hótelum sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar.
Meira takk!
Starfsfólkið okkar
Reception - Team Center Hotels
Jákvæðni, heiðarleiki og þjónusta
Við erum stolt af starfsfólkinu okkar sem er hópur af hæfileikaríku fólki sem býr yfir mismunandi menntun og reynslu en á það sameiginlegt að leggja metnað sinn í að sinna starfi sínu vel og leggja sitt af mörkum við að sinna gestum hótelanna eins vel og hægt er.
Meira takk
Störf & starfsþróun
CH_MeetingsVenues_Meeting_Teaser
Tækifærin bjóðast
Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á því að bætast í hóp starfsmanna Center Hotels. Við leggum metnað okkar í að styrkja og stuðla að því að starfsfólkinu okkar líði vel hjá okkur og að því sé gefinn kostur á því að vaxa og dafna innan starfsins og hótelkeðjunnar.
Meira takk!
Jafnræði
Jafnraedi
Jafnrétti er ákvörðun
Jafnræði á vinnustað er eitthvað sem hefur ætíð verið mikilvægur þáttur í starfsumhverfi okkar hjá Center Hotels. Í tvö ár í röð höfum við hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA sem staðfestir jafnan hlut kynja í stjórnunarstörfum hjá Center Hotels sem við erum afar stolt af. Einnig hlutum við jafnlaunavottun BSI fyrst allra ferðaþjónustufyrirtækja árið 2018.
Meira takk!