CH_FoodDrinks_Hero
CH_Mobile_Food and Drinks_Hero
Maturinn og drykkirnir okkar
Gleddu bragðlaukana

Njóttu þess að gleðja bragðlaukana með því að bragða á veitingunum sem í boði eru á veitingastöðunum sem eru staðsettir á hótelunum okkar. Allir búa þeir að því að bjóða upp á dýrindis mat og drykki.

Vertu til þegar dagurinn kallar á þig

Sagt er að ekkert sé betra og hollara en góður morgunmatur og við getum ekki verið meira sammála. Morgunverðahlaðborðið okkar er stútfullt af hollustu fyrir daginn og heppnin er með þér því það fylgir með herberginu þínu þegar bókað er beint í gegnum vefsíðuna okkar.

CH_FoodDrink_Breakfast_2
CH_FoodDrink_Breakfast_3
CH_FoodDrink_Breakfast_4
Jörgensen Kitchen
m12-1
Lifandi staður með ljúfa tóna
Finna má ljúffengar veitingar, góða þjónustu, létt yfirbragð og fallegt umhverfi á Jörgensen Kitchen & Bar sem staðsettur er á Miðgarði by Center Hotels. Útkoman eru einskær notalegheit þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Matseðillinn samanstendur af skemmtilegum réttum gerðum úr fersku íslensku hráefni. Happy Hour er alla daga frá 16:00 – 18:00 og alla fimmtudaga er boðið upp á lifandi jazz tóna. Gestir hjá Center Hotels fá 10% afslátt af matseðli Jörgensen á meðan á dvöl þeirra stendur á hótelinu.
Meira, takk!
Mýrin
Restaurant 1
Matur og meira
Veitingastaðurinn Mýrin er nýtt franskt brasserie sem staðsett er á Granda by Center Hotels. Mýrin er hinn fullkomni staður til að njóta franskrar matarmenningar og drykkja í notalegu og fallegu umhverfi. Réttirnir eru einfaldir en einstaklega bragðgóðir og eru matreiddir úr hágæða hráefni. Veitingastaðurinn er opinn frá 8:00 - 22:00. Hótelgestir Center Hotels fá 10% afslátt af á la carte matseðlinum.
Meira, takk!
LÓA Restaurant
Lóa Bar-Bistro Reykjavík, Matur & Drykkur á Lóa Bar-Bistro
Léttir réttir og góðir drykkir
Lóa Restaurant er einstaklega góður veitingastaður sem er staðsettur á Center Hotels Laugaveg. Lóa býður upp á hlaðborð veitinga í bæði hádeginu og á kvöldin ásamt skemmtilegu úrvali af drykkjum og veitingum í notalegu andrúmslofti í miðborginni. Happy hour er alla daga vikunnar frá 16:00- 18:00. Gestir Center Hotels fá 15% afslátt af kvöldverðaseðli hjá Lóu á meðan dvalið er á hótelinu.
Meira, takk!
SKÝ Lounge & Bar
SKÝ venues
Drykkir með útsýni
SKÝ Bar er staðsettur á efstu hæð á Center Hotels Arnarhvoli. Þar er að finna einstakt úrval af spennandi drykkjum og stórkostlegu útsýni yfir miðborgina, höfnina og Faxaflóann. Happy hour er alla daga frá 16:00 – 18:00.
Meira, takk!
Ísafold Lounge & Bar
isafold-lounge-bar
Notalegur lúxus
Staðsett á hinu fallega boutique Þingholt by Center Hotels á Þingholtstræti í miðborg Reykjavíkur. Ísafold Lounge & Bar er lítill að stærð en stór þegar kemur að úrvalinu á barnum. Rautt, hvítt, bjór og einstakt úrval af viskí allt framreitt í notalegu andrúmslofti og í glæsilegu umhverfi. Happy Hour er alla daga frá 16:00 - 18:00.
Meira takk!