Laugavegur lobby
Pakkar

Allt þetta auka sem gerir lífið bara svo skemmtilegt.

Bættu smá extra við dvölina.

Það er bara eitthvað við það að dvelja á hóteli og leyfa sér smá auka. Við bjóðum upp á úrval af pökkum sem þú getur valið ef þú vilt prófa eitthvað einstakt eða gleðja þann sem þér þykir vænt um á meðan þú dvelur hjá okkur. Pakkarnir eru ýmist auka gleði við bókunina þína eða pakki sem þú getur nýtt þér án þess að vera gestur á hótelunum okkar. Veldu þann sem sem höfðar mest til þín.

Rómantíski pakkinn
_MG_0938
Rómantíkin er í loftinu
Við elskum rómantík og óvæntar upplifanir sem tengjast ástinni og getum því hjálpað til við að skipuleggja óvænta rómantík á meðan þú og sá/sú sem þú elskar dveljið hjá okkur. Rómantíski pakkinn inniheldur: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku og súkkulaði. Verð: 6.500 kr. Hafðu samband við okkur ef þú vilt bæta rómantík við hótelbókunina þína á bokanir@centerhotels.com / 595 8582.
Brúðkaupspakkinn
Brúðkaup
Dekur fyrir brúðhjónin
Brúðkaupspakkinn okkar inniheldur ýmsar nauðsynjar sem gera brúðkaupsnóttina eins fullkomna og hún á að vera. Hægt er að bæta pakkanum við hótelbókunina þína og inniheldur hann: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku, súkkulaði, morgunmat sem borinn er fram inn á herbergi og uppfærslu í Superior eða Deluxe herbergi ef kostur er á fyrir aðeins 9.500 kr. Hafðu samband við okkur ef þú vilt bæta brúðkaupspakkanum við hótelbókunina þína á bokanir@centerhotels.com / 595 8582.
Dekur í hádeginu
Midgardur spa II
Löns & dekur
Hádegisdekurpakkinn okkar er tilvalinn kostur ef þú vilt gleðja þig með góðum mat og afslöppun í fallegri heilsulind. Þú þarft ekki að vera gestur á hótelunum okkar til að komast í þessa gleði. Innifalið í pakkanum er hádegisréttur að eigin vali á Jörgensen Kitchen & Bar, aðgangur í Miðgarð spa ásamt freyðivínsglasi eða gosglasi sem borið er fram í heilsulindina. Verð á mann 4.990 kr. Pakkinn er í boði alla daga vikunnar.
Bóka hádegisdekur
Dekur um helgar
Spa
Bröns & dekur
Brönsdekurpakkinn okkar er alveg málið um helgar ef þú ert í stuði fyrir bragðgóðan mat og notalegt dekur í miðborginni. Þú þarft ekki að vera gestur á hótelunum okkar til að fá þennan góða pakka. Innifalið er bröns með mímósu á Jörgensen Kitchen & Bar, aðgangur í Miðgarð spa ásamt freyðivínsglasi eða gosglasi sem borið er fram í heilsulindina. Verð á mann aðeins 4.990 kr. Brönspakkinn okkar er í boði allar helgar.
Bóka brönsdekur
Spa & freyðivín
Þingholt spa
Notalegheit og búbblur
Spa & freyðivínspakkinn er svo sannarlega eitthvað sem þú átt alltaf skilið. Þú þarft ekki að vera gestur á hótelunum okkar til að fá þennan pakka. Innifalið í pakkanum er aðgangur í Miðgarð spa, baðsloppar, inniskór og freyðivínsglas sem borið er fram í heilsulindina fyrir aðeins 6.900 kr. fyrir tvo. Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar eða til að bóka lobbymidgardur@centerhotels.com / 595 8560.
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.