Laugavegur lobby
Pakkar

Allt þetta auka sem gerir lífið bara svo skemmtilegt.

Bættu smá extra við dvölina.

Það er bara eitthvað við það að dvelja á hóteli og leyfa sér smá auka. Við bjóðum upp á úrval af pökkum sem þú getur valið ef þú vilt prófa eitthvað einstakt eða gleðja þann sem þér þykir vænt um á meðan þú dvelur hjá okkur. Pakkarnir eru ýmist auka gleði við bókunina þína eða pakki sem þú getur nýtt þér án þess að vera gestur á hótelunum okkar. Veldu þann sem sem höfðar mest til þín.

Rómantíski pakkinn
_MG_0938
Rómantíkin er í loftinu
Við elskum rómantík og óvæntar upplifanir sem tengjast ástinni og getum því hjálpað til við að skipuleggja óvænta rómantík á meðan þú og sá/sú sem þú elskar dveljið hjá okkur. Rómantíska pakkann er hægt að bæta við hótelbókunina þína og inniheldur: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku og súkkulaði. Verð: 6.500 kr.
Bóka rómantík
Brúðkaupspakkinn
Brúðkaup
Dekur fyrir brúðhjónin
Brúðkaupsferðarpakkinn okkar inniheldur ýmsar nauðsynjar sem gera brúðkaupsferðina eins fullkomna og hún á að vera. Hægt er að bæta pakkanum við hótelbókunina þína og inniheldur hann: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku, súkkulaði, morgunmat sem borinn er fram inn á herbergi og uppfærsla í Superior eða Deluxe herbergi ef kostur er á. Verð: 9.500 kr.
Bóka brúðkaupsnóttina
Dekurpakkinn
Midgardur spa II
Hádegistrít og spa
Dekurpakkinn er tilvalinn kostur ef þú vilt gleðja þig með góðum mat og afslöppun í heilsulind. Innifalið í pakkanum er hádegisréttur að eigin vali á Jörgensen Kitchen & Bar, aðgangur að Miðgarði spa, freyðivínsglas eða gos. Verð á mann 4.990 kr.
Bóka hádegistrít
Spa & freyðivínspakkinn
Þingholt spa
Notalegheit og búbblur
Spa & freyðivínspakkinn er svo sannarlega eitthvað sem þú átt skilið. Innifalið í pakkanum er aðgangur í spa - annað hvort Þingholt spa eða Miðgarðurr spa, baðsloppur, inniskór og freyðivínsglas fyrir tvo. Verð 6.900 kr.
Bóka notalegheit
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.