Árið 1994 opnuðum við fjölskyldan fyrsta gistiheimilið okkar í miðborg Reykjavíkur. Sú ákvörðun var bæði afdrifarík og farsæl. Í dag bjóðum við upp á stóra og skemmtilega samsetta fjölskylda átta hótela sem dreifast vítt og breitt um hjarta Reykjavíkur undir nafni Miðbæjarhótela / Center Hotels. Við þekkjum okkar gesti og vitum að væntingar og þarfir eru ólíkar. Þá er gott að geta boðið upp á fjölbreytta kosti. Það sem öllu máli skiptir er að gestir kveðji okkur kátir og líði eins og þeir séu hluti af fjölskyldu Center Hotels.
Grandi hótel er staðsett í hinum skemmtilega og líflega hluta borgarinnar, Granda. Hótelið sem áður hýsti vélsmiðjuna Héðinn er hannað í hráum en um leið fallegum og þægilegum stíl og býður upp á skemmtilegt og líflegt umhverfi á veitingastað og bar hótelsins. Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa notalegt í kringum okkur sem kemur vel fram í rúmgóðu og björtu herbergjunum og þægilegu húsgögnunum. Á Granda er að finna sannkallaða borgarstemningu í anda Reykjavíkur.
.
Center Hotels Laugavegur tekur sig vel út á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Staðsetning hótelsins er með besta móti og eru gestir í miðju iðandi lífsins á Laugaveg þar sem stutt er í allt það helsta sem miðborgin býður upp á. Herbergin eru fallega innréttuð og bjóða upp á skemmtilegt útsýni yfir miðborgina. Það er gott að byrja daginn á Center Hotels Laugaveg.
.
Miðgarður er vel staðsett hótel ofarlega á Laugaveginum. Hótelið er einstaklega fallegt og lumar á skemmtilegum iðagrænum garði í miðju hótelsins þar sem gott er að eiga notalega stund. Miðgarður spa er falleg heilsulind með heitum pottum og á Jörgensen Bar & Kitchen er boðið upp á ljúffengar veitingar og dillandi, lifandi tónlist. Fyrsta flokks fundaraðstaða er einnig að finna á Miðgarði.
.
Center Hotels Plaza er stórt og vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið stendur við Ingólfstorg og gestir hótelsins geta því oft á tíðum notið lifandi stemningar miðborgarinnar sem fram fer á torginu. Staðsetningin er afar þægileg og hentar fyrir hvernig heimsókn sem er þar sem allt sem máli skiptir er steinsnar frá Plaza. Á hótelinu eru notaleg herbergi og góðir fundarsalir útbúnir nýjustu tækjum og tólum fyrir góð fundarhöld.
Nálægðin við höfnina og dásamlegt útsýnið yfir Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar notalegt, allt frá gestamóttöku og til herbergjanna sem eru einstaklega þægileg. Svo er skyldumæting á SKÝ Bar fyrir þá sem kunna að meta góða og svalandi drykki. Og útsýnið – vorum við kannski búin að nefna það?
Þingholt by Center Hotels er boutique hótel staðsett í hjarta borgarinnar. Og talandi um hjarta; Þingholtið okkar er kannski ekki það stærsta í bransanum, en er hótel með risastórt hjarta. Persónulegt, nýmóðins og eins miðsvæðis og hótel verða. Svo er upplagt að trítla yfir á barinn okkar og smakka á því allra besta sem í boði er í vínheiminum.
Center Hotels Skjaldbreið er staðsett í sögufrægu og virðulegu húsi á horni Laugavegar og Veghúsastígs. Þar var um langt skeið starfrækt apótek og er óhætt að segja að enn leiki hressandi og bætandi straumar um húsið. Herbergin eru 33 og á Skjaldbreið ríkir einstaklega heimilislegur og persónulegur andi.
Ef þú vilt vera í hringiðu miðbæjarins, þá er Center Hotels Klöpp hárrétti staðurinn. Herbergin eru fallega innréttuð með öllum helstu þægindum og svo er örstutt í allt miðbæjarfjörið. Hverfið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er orðið einstaklega aðlaðandi og spennandi.
Þingholt Apartments er ekki aðeins nýjasti meðlimurinn í Center Hotels fjölskyldunni, heldur er það líka fyrsta íbúðarhótelið okkar. Með opnun þess getum við nú boðið gestum okkar upp á meira úrval þegar kemur að gistimöguleikum í miðborginni. Þingholt Apartments er staðsett á Þingholtsstæti í næsta nágrenni við Laugaveg.