CH_Hotels_Hero
CH_Mobile_Hotels_Hero
Hótelin okkar
Vertu eins og heima hjá þér

Árið 1994 opnuðum við fjölskyldan fyrsta gistiheimilið okkar í miðborg Reykjavíkur. Sú ákvörðun var bæði afdrifarík og farsæl. Í dag bjóðum við upp á stóra og skemmtilega samsetta fjölskylda átta hótela sem dreifast vítt og breitt um hjarta Reykjavíkur undir nafni Miðbæjarhótela / Center Hotels. Við þekkjum okkar gesti og vitum að væntingar og þarfir eru ólíkar. Þá er gott að geta boðið upp á fjölbreytta kosti. Það sem öllu máli skiptir er að gestir kveðji okkur kátir og líði eins og þeir séu hluti af fjölskyldu Central Hotels.

Bóka núna
Miðgarður by Center Hotels
Þingholt by Center Hotels
Grandi by Center Hotels
Center Hotels Skjaldbreið
Center Hotels Plaza
Center Hotels Arnarhvoll
Center Hotels Laugavegur
Center Hotels Klöpp
CH_Home_Map All Hotels-01
Nútímaleg hótel í miðborg Reykjavíkur
Center Hotels Laugavegur
CH_Home_MapImage_Laugavegur
Nýtt og notalegt

Center Hotel Laugavegur tekur sig vel út á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Eins og vera ber erum við sérstaklega stolt af þessu hóteli enda nýjasti fjölskyldumeðlimurinn okkar. Á Lóa Bar og Bistro er tilvalið að setjast niður og fá sér snarl og drykk. Ef þér liggur á er Stökk staðurinn til að grípa kaffi og meððí á leiðinni út í daginn. Það er nefnilega gott að byrja daginn á Center Hotel Laugavegur.

Miðgarður by Center Hotels
CH_Home_MapImage_Midgardur
Mitt í miðri Reykjavík

Miðgarður er vel staðsett ofarlega á Laugaveginum. Miðja hótelsins er iðagrænn og fallegur lítill garður þar sem gott er að eiga notalega stund. Á Jörgensen Bar & Kitchen er boðið upp á ljúffengar veitingar og dillandi, lifandi tónlist á fimmtudögum. Vel búin heilsulind er á hótelinu og fyrsta flokks fundaraðstaða.

Center Hotels Plaza
CH_Home_MapImage_Plaza
Stórt og vel staðsett

Center Hotel Plaza er stærsta hótelið okkar og stendur við Ingólfstorg. Þar eru hvorki meira né minna en 255 herbergi af öllum stærðum og gerðum, vel búin og notaleg. Staðsetningin er afar þægileg og hentar fyrir hvernig heimsókn sem er. Allt sem máli skiptir er steinsnar frá Plaza.
Þingholt by Center Hotels
CH_Home_MapImage_Thingholt
Miðbæjarhjartað slær í Þingholtunum

Þingholt by Center Hotels er boutique hótel í hjarta borgarinnar. Og talandi um hjarta; Þingholtið okkar er kannski ekki það stærsta í bransanum, en er hótel með risastórt hjarta. Persónulegt, nýmóðins og eins miðsvæðis og hótel verða. Svo er upplagt að trítla yfir á barinn okkar, Ísafold, og smakka á því allra besta sem í boði er í vínheiminum.  

Center Hotels Arnarhvoll
CH_Home_MapImage_Arnarvholl
Þar sem haf og hótel mætast

Nálægðin við höfnina og dásamlegt útsýnið yfir Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá gestamóttöku og til herbergjanna sem eru björt og þægileg. Svo er skyldumæting á SKÝ Restaurant & Bar fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og svalandi drykki. Og útsýnið – vorum við kannski búin að nefna það?


Center Hotels Skjaldbreið
CH_Home_MapImage_Skjaldbreid
Búðu á besta stað

Center Hotels Skjaldbreið er staðsett í sögufrægu og virðulegu húsi á horni Laugavegar og Veghúsastígs. Þar var um langt skeið starfrækt apótek og er óhætt að segja að enn leiki hressandi og bætandi straumar um húsið. Herbergin eru 33 og á Skjaldbreið ríkir einstaklega heimilislegur og persónulegur andi.Center Hotels Klöpp
CH_Home_MapImage_Klopp
Aðlaðandi og þægilegt

Ef þú vilt vera í hringiðu miðbæjarins, þá er Center Hotel Klöpp hárrétti staðurinn. Herbergin eru fallega innréttuð með öllum helstu þægindum og svo er örstutt í allt miðbæjarfjörið. Hverfið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er orðið einstaklega aðlaðandi og spennandi.
Grandi by Center Hotels
LOBBY LOUNGE 4
Hrjúft & smart

Grandi er nýjasta verkefnið okkar sem við stefnum á að opna næsta sumar.  Hótelið er staðsett á Granda, einu heitasta svæði höfuðborgarinnar um þessar mundir.  Á hótelinu verður ansi líflegt um að litast með glæsilegum herbergjum, veitingastað, bar, kaffihúsi og spa auk þess sem tónlist og viðburðir munu spila stóran þátt í lífinu á Granda hóteli. 

We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.