CH_Tours_Hero
Sjálfbærni

Ísland er heimilið okkar og við viljum leggja okkar af mörkum til að halda því grænu, heillandi og fallegu – eins og það á að vera.

Sjálfbærni er ekki bara gátlisti – hún er hluti af menningu okkar og lífsstíl. Við erum stolt af Green Key vottuninni og vinnum daglega að því að gera betur: með skynsamri orkunotkun, minni sóun, staðbundnum vörum og samstarfi við gesti og teymi til að vernda allt það sem gerir Ísland einstakt.

Við erum orðin græn

Hópur af fólki sem stendur fyrir aftan stóra fána merktan græna lyklinum og heldur á öðrum minni græna lykils fána center hotels reykjavík Ísland

Vottuð til að gera gott

Við erum stolt að vera komin með Græna lykilinn fyrir öll hótelin okkar frá vottunarstofunni Tún sem eru alþjóðlegir umsjónaraðilar fyrir Græna lykilinn á Íslandi. Með því getum við sagt að við vinnum með ábyrgum hætti að umhverfismálum og sjálfbærni en græni lykillinn er viðurkennt umhverfisvottunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna.
Sjá meira!

Við erum á grænni vegferð