CH_Tours_Hero
Sjálfbærni

Vegferðin okkar sem þátttakendur að sjálfbærni til framtíðar.

Við vitum að við höfum áhrif á þætti sem snúa að umhverfinu og samfélaginu í heild sinni og vinnum að því að leggja okkar af mörkum til að ná sjálbærnismarkmiðum okkar.

Græni lykillinn
Græni lykillinn
Á leið í umhverfisvottun
Við höfum undirritað samning við vottunarstofuna Tún sem eru alþjóðlegir umsjónaraðilar fyrir Græna lykilinn á Íslandi. Græni lykillinn er viðurkennt umhverfisvottunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna þegar kemur að umhverfismálum og sjálfbærni. Með undirritunni höfum við skuldbundið okkar til að sækja um sjálfbærnisvottunina Green Key á öllum okkar 9 hótelum á árinu 2024.
Sjá meira!

Við erum á grænni vegferð

Sjálfbærnistefnan okkar

Við tökum ábyrgð á þeim áhrifum sem starfsemi okkar kann að hafa á umhverfið.  Sérstök áhersla er lögð á þrjár megin stoðir sem er að huga að umhverfinu og náttúrunni, hlúa að fólkinu og stuðla að ábyrgum viðskiptaháttum.

 

Umhverfið og náttúran 

Við hugum að umhverfinu og tileinkum okkur umhverfisvæna og sjálfbæra kosti í daglegri starfsemi. Umhverfismál og sjálfbærni standa okkur nærri og við leggjum mikið upp úr því að skapa ávinning fyrir bæði samfélagið og umhverfið sjálft. Við skiljum hlutverk og ábyrgð okkar í alþjóðlegu samhengi ferðaþjónustunnar og vinnum að langtíma markmiðum sjálfbærrar starfsemi og þannig leggjum við okkar af mörkum til sjálfbærrar þróunar ferðaþjónustunnar í heild sinni. 

Við vinnum að því að takmarka þau áhrif sem starfsemi okkar kann að hafa á umhverfið með sjálfbærni og umhverfis aðgerðum.

Við förum reglulega yfir stöðuna varðandi umhverfisáhrifin og setjum okkur raunhæf markmið til framfara. 

Við stefnum á að minnka kolefnissporið með orku og vatns sparnaði.

Við takmörkum losun á almennu sorpi í starfseminni með því  að minnka sóun, endurnýta og endurvinna.

Við notum viðurkenndar og umhverfisvottaðar vörur og kjósum eftir fremsta megni þær vörur sem hafa síður skaðleg áhrif á umhverfið. 

Við fræðum starfsfólkið um umhverfis- og sjálfbærni þætti rekstrarins.

Við hvetjum gesti okkar til þess að taka sinn þátt umhverfismálunum með okkur með aukinni vitundarvakningu á sviði umhverfis- og sjálfbærni mála.


Fólkið okkar

Okkur er annt um fólkið okkar, bæði velferð gesta og starfsfólks okkar. Við mismunum ekki á grundvelli aldurs, kynþáttar, kyns, trúar, fötlunar eða efnahagslegrar stöðu og við líðum ekki misnotkun eða áreitni að neinu leyti. 

Við munum tryggja að við:

  • Leggjum ekki heilsu eða öryggi samfélagsins eða starfsfólks okkar í hættu. 
  • Stuðlum að virkum og heilbrigðum lífsstíl.
  • Forðumst að skerða lífsgæði í nærsamfélaginu.
  • Tryggjum jafnrétti og fjölbreytta þátttöku allra í stöður innan fyrirtækisins.


Ábyrgir viðskiptahættir

Við ábyrgjumst sanngjarna, siðferðilega og gagnsæja viðskiptahætti í okkar starfsemi. Sú nálgun felur í sér stefnur og verklagsreglur um siðferði, öryggi, fjölbreytileika og góða stjórnarhætti samkvæmt lögum og reglum ríkis og sveitarfélags.

Við leggjum okkar af mörkum til þess að styðja við mannréttindamál. Sem vinnuveitandi munum við skuldbinda okkur til þess að fara eftir jafnréttis- og jafnlaunastefnum ásamt því að tileinka okkur sanngjörn vinnubrögð samkvæmt vinnulöggjöfinni. Við tryggjum að starfsemin hafi ekki bein eða óbein áhrif á mannréttindi okkar þjóðar eða annarra.

Við munum ávallt stunda viðskipti af heilindum og með mannréttindi að leiðarljósi. Við munum stuðla að:

  • Öryggi og sanngjörnum viðskiptum. 
  • Virðingu gagnvart viðskiptavinum og okkar starfsfólki.
  • Innleiðingu vinnubragða sem sporna gegn mútum og spillingu.
  • Virða réttindi starfsmanna.


Við munum taka frá upphæð í fjárhagsáætlun á hverju ári sem nýtt verður í gjafir og styrki. Þessi framlög munu:

  • Styðja við viðburði á sviðum lista, menntunar og menningar.
  • Stuðla að góðri og umhverfisvænni starfsemi.
  • Aðstoða þá sem eru í neyð.


Við munum hvetja starfsfólkið okkar til þess að láta gott af sér leiða þannig að það geti boðið fram aðstoð sína í gegnum viðburði innanhúss eða utan. Einnigu munum við styðja við valda viðburði sem tengjast góðgerðamálum á vegum annarra stofnanna.


Val birgja og annarra viðskiptaaðila

Við viljum hafa áhrif á samfélagið og umhverfið, ekki bara með okkar eigin hegðun, heldur einnig með þeim kröfum sem við gerum til birgja okkar og annarra viðskiptaaðila. Við veljum þá með tilliti til:

  • Hlýðni til laga.
  • Viðskiptalegs siðferðis, sanngirnis og gagnsæis gagnvart starfsfólki.
  • Gæðamála.
  • Framlags til umhverfismála.
  • Stuðnings við samfélagið.
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.