lounge-3-1
Lounge
Restaurant 1
Restaurant 3

Hrjúfur stíll

Grandi hótel er staðsett í hinum skemmtilega og líflega hluta borgarinnar, Granda.  Hótelið, sem áður hýsti vélsmiðjuna Héðinn, er hannað í hráum en um leið fallegum og þægilegum stíl og býður upp á skemmtilegt og líflegt umhverfi á veitingastað og bar hótelsins. Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa notalegt í kringum okkur sem kemur vel fram í rúmgóðu og björtu herbergjunum og þægilegu húsgögnunum.  Á Granda er að finna sannkallaða borgarstemningu í anda Reykjavíkur.  

.

Bóka

Það sem gerir okkur sérstök

Veitingastaður
Bar
Morgunverður
Bókunarþjónusta
24 klst móttaka
Þráðlaust net
Hjólastólaaðgengi
Heilsulind
Herbergin
Grandi - junior suite III
Rúmgóð & notó
Við vitum hvað þarf til að bjóða upp á einskær notalegheit og það er nákvæmlega það sem við höfum útbúið í herbergjunum á Granda. Þau eru bæði rúmgóð, björt og eru uppfull af þægindum sem eykur enn frekar á upplifunina á hótelinu með míníbar, sjónvarpi og síma. Hafðu það einfalt og gott í standard herbergjunum okkar eða gerðu sérstaklega vel við þig í deluxe eða jafnvel svítunni okkar.
Meira, takk!
Mýrin
Restaurant 2
Franskt & Gott
Veitingastaðurinn Mýrin er nýtt franskt brasserie sem staðsett er á Granda hóteli. Mýrin er hinn fullkomni staður til að njóta franskrar matarmenningar og drykkja í notalegu og fallegu umhverfi. Réttirnir eru einfaldir en einstaklega bragðgóðir og eru matreiddir úr hágæða hráefni. Veitingastaðurinn er opinn frá 8:00 - 22:00. Hótelgestir Center Hotels fá 10% afslátt af á la carte matseðlinum.
Meira, takk!
Salir
Meeting 2
Fundir & veislur
Salirnir á Granda eru þeir Hamar og Steðji sem tilvaldir eru fyrir bæði fundi og veislur. Hvor um sig er 40 fm að stærð og hægt er að sameina í einn 80 fm sal. Stórir gluggar eru í sölunum sem hleypa inn fallegri birtu og þægilegir stólar og borð gera fundi og veislur einfaldlega notalegri. Hægt er að raða salnum upp á marga vegu, allt eftir eðli fundarins og Mýrin Brasserie sér um veitingar fyrir salina.
Meira takk!
Grandi spa
3
Lúxus & slökun
Hönnuð með þægindi og slökun í huga, Grandi spa býður upp á einstakt rými fyrir góða upplifun og vellíðan. Heilsulindin einkennist af einstaklega fallegri hönnun þar sem áhersla er lögð á að gestir fái að njóta sín. Í heilsulindinni er að finna þrjú nuddherbergi, afslöppunarrými, saunu og búningsklefa. Að auki eru tveir heitir pottar í heilsulindinni sem eru með mismunandi hitastig. Opinn hringlaga gluggi sem hleypir náttúrulegu ljósi er staðsettur fyrir ofan heitu pottana þannig að hægt er að horfa upp í himinn á meðan gestir njóta sín í pottunum.
Meira takk!
CH_Home_Map All Hotels-01
Nágrennið okkar
Kynntu þér aðra hótelkosti
plaza-lounge-2-1
Center Hotels Plaza

Center Hotels Plaza er stórt og vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið stendur við Ingólfstorg og gestir hótelsins geta því oft á tíðum notið lifandi stemningar miðborgarinnar sem fram fer á torginu. Staðsetningin er afar þægileg og hentar fyrir hvers kyns heimsóknir þar sem allt sem þú þarft er í göngufæri frá Plaza. Á hótelinu eru notaleg herbergi og góðir fundarsalir útbúnir nýjustu tækjum og tólum fyrir góð fundarhöld. 
Meira, takk!
Hótel Laugavegur, Center Hotels Laugavegur, Laugavegur hótel, Hótel Laugavegur í Reykjavík, Center Hotels Laugavegur í Reykjavík, Miðbæjarhótel Laugavegur
Center Hotels Laugavegur

Center Hotels Laugavegur tekur sig vel út á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Staðsetning hótelsins er með besta móti og eru gestir í miðju iðandi lífsins á Laugaveg þar sem stutt er í allt það helsta sem miðborgin býður upp á. Herbergin eru fallega innréttuð og bjóða upp á skemmtilegt útsýni yfir miðborgina. Það er gott að byrja daginn á Center Hotels Laugaveg.

.

Meira, takk!
Þingholt bar
Þingholt by Center Hotels

Þingholt by Center Hotels er boutique hótel staðsett í hjarta borgarinnar. Og talandi um hjarta; Þingholtið okkar er kannski ekki það stærsta í bransanum, en er hótel með risastórt hjarta. Persónulegt, nýmóðins og eins miðsvæðis og hótel verða. Svo er upplagt að trítla yfir á barinn okkar og smakka á því allra besta sem í boði er í vínheiminum.  

Meira, takk!