Hérna höfum við tekið saman svör við algengustu spurningunum sem við fáum. Vonandi finnurðu svar við þinni spurningu hér.
Þarftu hjálp?
Vonandi getum við svarað þér.
Hversu margar stjörnur hafa hótel Center Hotels?
Hótelin okkar eru níu talsins og eru ýmist 3ja eða 4ja stjörnu. Við bjóðum því upp á úrval af hótelkostum, hvort sem þú ert að leita eftir góðum og einföldum gistimöguleika upp á boutique-dvalarstað þá erum við með kostinn fyrir þig. Sjáðu hótelin okkar á: centerhotels.com/is/hotels-reykjavik
Hvar eru Center Hotels staðsett?
Hótelin okkar eru öll staðsett í miðborg Reykjavíkur – í hjarta borgarinnar. Hótelin eru því öll í göngufæri frá því helsta sem miðborgin býður upp á: kaffihús, barir, veitingastaðir, verslanir og næturlífi.
Eru Center Hotels með íbúðir?
Við búum svo vel að því að hafa hótelíbúðir sem eru tilvaldar fyrir fjölskyldu eða vinahóp. Hótelíbúðirnar eru staðsettar á Þingholtsstrætinu á Þingholt apartments og því á einstökum stað í miðborginni. Íbúðirnar eru tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja fá meira pláss, þægindi og möguleika á að dvelja saman öll í einu góðu rými. Sjá íbúðirnar okkar: centerhotels.com/is/ibudahotel-thingholt-reykjavik
Eru Center Hotels Green Key vottuð?
Já, það erum við. Við erum stolt af því að vera með Green Key vottun sem þýðir að við erum skuldbundin til sjálfbærari reksturs – allt frá því að spara orku og vatn til að draga úr úrgangi og vinna með ábyrgum birgjum. Kynntu þér grænu skrefin okkar á: centerhotels.com/is/sjalfbaerni
Hvenær er innritun og útritun?
Innritun á öllum hótelum okkar er kl. 15:00, en ef þú bókar beint á heimasíðu okkar geturðu innritað þig kl. 14:00. Útritun á öllum hótelum er kl. 11:00.
Er hægt að innrita sig snemma - fyrr en á venjulegum innritunartíma?
Það er hægt að innrita sig fyrr en kl. 14:00 svo lengi sem við búum svo vel að því að eiga laust herbergi. Verð á fyrri innritun er mismunandi eftir hótelum. Hægt er að tryggja sér snemmbúna innritun með því að bóka nóttina fyrir upphaflegan komudag. Hafðu samband við okkur á bokanir@centerhotels.is til að fá nánari upplýsingar eða til að bóka snemmbúna innritun.
Er hægt að útrita sig seinna en á auglýstum útritunartíma?
Við bjóðum upp á síðbúna útritun gegn aukagjaldi. Síðbúin útritun er háð framboði. Vinsamlegast hafðu samband við móttökuna á hótelinu þínu til að óska eftir því að útrita þig seinna.
Er hægt að geyma farangur á hótelinu?
Við bjóðum upp á farangursgeymslu á hótelunum okkar þar sem þú getur geymt töskurnar þínar á öruggan hátt fyrir innritun og eftir útritun, þér að kostnaðarlausu. Fyrir gesti sem dvelja á Þingholt Apartments er farangursgeymsla í boði fyrir 3000 ISK á geymslu á dag. Hafðu samband við móttöku íbúðanna til að fá frekari upplýsingar á lobbythingholt@centerhotels.com.
Bjóðið þið upp á farangursþjónustu?
Farangursþjónusta er í boði á öllum hótelum okkar og kostar 4.500 kr. á herbergi við inn- og útritun. Fyrir hópa með fleiri en 10 herbergi er verðið 3.000 kr. á herbergi fyrir báðar leiðir. Farangurinn verður afhentur beint inn á herbergið þitt við komu og skilað í móttökuna við brottför.
Hvernig eru afbókunarskilmálar Center Hotels?
Þú finnur allar upplýsingar um afbókunarskilmálana okkar á: centerhotels.com/is/afbokunarskilmalar
Hvað er innifalið í hótelherbergjunum/íbúðunum?
Herbergin á hótelunum okkar eru mismunandi í stíl en eiga það öll sameiginlegt að bjóða upp á nútímaleg þægindi. Hvert herbergi er búið öllum þeim smáþægindum sem við elskum á hótelherbergjum, allt frá minibar til flatskjás. Ókeypis Wi-Fi, sími, hárþurrka, straujárn og strauborð, kaffi og te og sturta eru innifalin. Ef þú kýst að dvelja í einni af hótelíbúðunum okkar hefurðu enn meira pláss til að njóta þín, með fullbúnu eldhúsi, ísskáp, ofni og uppþvottavél - auk aðgangs að þvottavél fyrir lengri dvalir.
Hver er munurinn á herbergjatýpunum sem eru í boði?
Herbergjatýpurnar á hótelunum okkar eru mismunandi eftir hóteli. Hægt er að fá nánari upplýsingar um hverja og eina herbergjatýpu og hvað felst í hverri týpu á viðkomandi hótelsíðu. Sjá hér: centerhotels.com/is/hotels-reykjavik
Er þráðlaust internet á hótelunum?
Það er þráðlaust internet á öllum hótelunum okkar sem þú getur nýtt þér á meðan þú dvelur hjá okkur. Heyrðu í okkur þegar þú innritar þig og við aðstoðum því með að finna þráðlausa netið.
Er morgunverður í boði?
Morgunverðarhlaðborð er innifalið á öllum hótelunum okkar, ef bókað er beint í gegnum vefsíðuna okkar, og er borinn fram milli 7:00 og 10:00.
Er veitingastaður á hótelunum?
Já, við erum svo heppin að vera með veitingastaði á hótelunum okkar. Þeir eru Jörgensen Kitchen & Bar á Miðgarði by Center Hotels, Lóa Restaurant á Center Hotels Laugaveg og Grandi restaurant & bar á Granda by Center Hotels. Sem gestur hjá Center Hotels færðu 10% afslátt af á la carte seðlum á Jörgensen Kitchen & Bar, Granda restaurant & bar og Lóa Restaurant. Þú getur fengið nánari upplýsingar um alla okkar veitingastaði hér: centerhotels.com/is/matur-drykkir
Eru bílastæði við hótelin?
Öll hótelin okkar eru staðsett í miðborg Reykjavíkur og eru því í grennd við nokkur almennings bílastæði og bílastæðahús. Við búum svo vel að því að hafa nokkur bílastæði við Center Hotels Arnarhvol, Center Hotels Laugaveg og Miðgarð by Center Hotels sem gestir okkar geta nýtt sér án endurgjalds en það er ekki er hægt að panta þau eða taka þau frá heldur er það fyrstu kemur, fyrstur fær reglan sem gildir. Hafðu samband við móttökuna okkar við komu fyrir frekari upplýsingar og til að næla þér í bílastæðamiða fyrir bílastæðin okkar.
ER HÆGT AÐ PANTA NESTI TIL AÐ TAKA MEÐ?
Já, Grab & Go matarpakkinn okkar er tilvalinn til að taka með í ferðalagið. Við útbúum slíkan matarpakka með glöðu geði. Innifalið í matarpakkanum er val um kaffi eða te í íláti sem hægt er að taka með, samloku, safa, jógúrt og ávöxt. Matarpakkinn kostar 2900 kr. á mann.
Er hægt að fá uppfærslu upp í betra herbergi?
Við búum svo vel að því að hafa gott úrval af herbergjatýpum og getum því oft boðið upp á uppfærslu svo lengi sem við eigum laus herbergi. Sjá nánari upplýsingar um herbergjatýpurnar okkar á hverju hóteli fyrir sig á viðkomandi hótelsíðu: centerhotels.com/is/hotels-reykjavik. Uppfærsla upp í betra herbergi kostar aukalega frá 25 EUR á nóttu.
ER HÆGT AÐ FÁ SNEMMBÚINN MORGUNVERÐ?
Ef þú þarft að fara snemma af stað frá hótelinu, er hægt að fá snemmbúinn morgunverð. Hann er í boði frá klukkan 3:30 til 7:00 og inniheldur croissant, kaffi eða te. Nauðsynlegt er að bóka með dags fyrirvara. Sé þess óskað er einnig hægt að fá morgunverð frá kl. 02:30, en slíkt þarf að panta sérstaklega og með fyrirvara.
Bjóðið þið upp á matarpakka með bókuninni?
Við bjóðum upp á tilboð á ýmist tveggja eða þriggja rétta seðlum að hætti kokkanna okkar á veitingastöðum. Tveggja rétta seðillinn er á 6.750 kr. á mann og þriggja rétta seðillinn er á 9.300 kr á mann. Tilboðin gilda með herbergjabókunum og bóka þarf matinn um leið og hótelherbergið er bókað.
Er spa á hótelunum?
Já, svo sannarlega. Við erum með fjórar heilsulindir á hótelunum okkar. Það eru Miðgarður spa, Ísafold spa, Grandi spa og Arnarhvols heilsulindina. Heilsulindin á Arnarhvol er einungis aðgengileg fyrir gesti sem dvelja á Arnarhvols hótelinu. Aðgangur að spa er innifalið með vissum herbergjategundum, en fyrir gesti sem eru ekki með heilsulind innifalda bjóðum við að fara í spa á lægra verð á 3.750 kr. í Miðgarð spa og Ísafold spa en 4.500 kr. í Granda spa. Fyrir gesti sem dvelja ekki á hótelunum okkar er aðgangur í Miðgarð spa og Ísafold spa 4.500 kr og Granda spa 5.900 kr. Sjá nánari upplýsingar um heilsulindirnar okkar hér: centerhotels.com/is/spa
ER HÆGT AÐ FÁ AUKARÚM INN Á HERBERGIÐ MITT?
Við getum komið aukarúmi fyrir í herberginu þínu, að því gefnu að það sé pláss og við eigum laust aukarúm. Heyrðu endilega í okkur áður en þú kemur og við athugum hvort við komum aukarúmi fyrir hjá þér.
ER HÆGT AÐ FÁ BARNARÚM INN Á HERBERGIÐ MITT?
Hægt er að fá barnarúm inn á herbergið þitt fyrir 10 EUR á nóttu. Bóka þarf barnarúm fyrir komu þína á hótelið.
BJÓÐIÐ ÞIÐ UPP Á AUKAÞJÓNUSTU FYRIR SÉRSTÖK TILEFNI?
Við erum alltaf til í að aðstoða með að gera sérstöku tilefnin enn eftirminnilegri og skemmtilegri. Við bjóðum upp á ýmiss konar pakka sem þú getur valið um.
ER HÆGT AÐ BÓKA FLUGVALLARAKSTUR Í GEGNUM CENTERHOTELS?
Flugvallarakstur er ekki innifalinn í verði hótelherbergisins, en við getum auðveldlega aðstoðað þig við að bóka akstur til og/eða frá flugvelli. Nauðsynlegt er að óska eftir slíkum akstri með 24 klst fyrirvara. Einnig getur þú bókað flugvallarakstur í gegnum aðila sem við treystum og vinnum með, sjá hér: https://airportdirect.is/?aid=CenterHotelOnline
ER HÆGT AÐ BÓKA DAGSFERÐ UM ÍSLAND Í GEGNUM CENTER HOTELS?
Við erum ávallt reiðubúin að aðstoða við bókun á ýmiss konar afþreyingu sem gefur þér tækigæri á að kynnast landi og þjóð. Við getum mælt með skemmtilegum ferðum og sagt þér frá þeim möguleikum sem eru í boði ef þú hefur eitthvað sérstakt í huga. Nauðsynlegt er að bóka slíka afþreyingu með dags fyrirvara. Einnig hefur þú möguleika á að skoða og bóka slíka ferð sjálf/ur/t og þá mælum við með að það sé gert með hjálp aðila sem við treystum og vinnum með, sjá hér: centerhotels.com/is/dagsferdir
HVAÐA HÓTEL ERU MEÐ HJÓLASTÓLAAÐGENGI?
Þau hótel sem bjóða upp á gott hjólastólaaðgengi eru Center Hotels Laugavegur, Miðgarður by Center Hotels, Þingholt by Center Hotels, Grandi by Center Hotels, Center Hotels Plaza og Center Hotels Arnarhvoll. Fyrir frekari upplýsingar endilega hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig.
HVERNIG HLJÓMA SKILMÁLAR CENTER HOTELS?
Þú finnur allar upplýsingar um skilmálana okkar á: centerhotels.com/is/skilmalar
HVERNIG HLJÓMAR PERSÓNUVERNDARSTEFNA CENTER HOTELS?
Þú finnur upplýsingar um persónuverndarstefnu Center Hotels á: centerhotels.com/is/personuvernd
Eru hótelin umhverfisvæn og sjálfbær?
Við vitum hversu mikilvægt það er að sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu og höfum því unnið að því að draga úr áhrifum okkar á náttúruna. Við höfum undirritað samning við Tún vottunarstofu til að fá Græna lykilinn fyrir öll 9 hótelin okkar, og við erum stolt af því að tilkynna að Miðgarður by Center Hotels er fyrsta hótelið okkar til að fá þessa vottun.
Hversu oft eru herbergin þrifin, og þarf að biðja sérstaklega um það?
Við leggjum mikla áherslu á að hótelin okkar séu eins hrein og mögulegt er, og þernurnar okkar vinna ótrúlegt starf á hverjum degi til að tryggja það. Til að minnka vatns-, orku- og efnanotkun eru herbergisþrif aðeins veitt eftir beiðni. Þarftu ný handklæði, rúmföt eða létt þrif? Láttu móttökuna vita við innritun eða fyrir hádegi, og við sjáum um það.
