Þar sem haf og hótel mætast
Nálægðin við höfnina og dásamlegt útsýnið yfir Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá gestamóttöku og til herbergjanna sem eru björt og þægileg. Svo er skyldumæting á SKÝ Restaurant & Bar fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og svalandi drykki. Og útsýnið – vorum við kannski búin að nefna það?