Útsýnið af svölunum á barnum Sky hjá Center Hotels Arnarhvoll í Reykjavík, með útsýni yfir hafið, fjöllin og Hörpu tónlistarhúsið.
Yfirlit yfir barinn Sky á efstu hæð Center Hotels Arnarhvoll í Reykjavík, með hvítum borðum, viðar- og grænum stólum og dökkum viðar- og svörtum bar.
Setustofan í lobby á Center Hotels Arnarhvoll í Reykjavík með svörtum leðursófa, vegghengdu sjónvarpi og viðarskáp með skrauti.
Bjart og rúmgott herbergi með sjávarútsýni á Center Hotels Arnarhvoll í Reykjavík, með king-size rúmi, setusvæði, sjónvarpi og stórum gluggum sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir haf og fjöll.

Þar sem haf og hótel mætast

Nálægðin við höfnina og dásamlegt útsýnið yfir Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar notalegt, allt frá gestamóttöku og til herbergjanna sem eru einstaklega þægileg. Svo er skyldumæting á SKÝ Bar fyrir þá sem kunna að meta góða og svalandi drykki. Og útsýnið – vorum við kannski búin að nefna það?


Bóka

Það sem gerir okkur sérstök

Bar
Útsýni
Frítt WiFi
Heilsulind
Svalir
Hjólastólaaðgengi

Herbergin

Sea View Room at Center Hotels Arnarhvoll in Reykjavik with a large bed facing two tall windows that overlook the ocean and distant mountains.

Besta útsýnið í bænum

Hvert sem erindið er í Reykjavík þá erum við með herbergi fyrir þig á Arnarhvoli. Við erum með 104 herbergi sem hægt er að velja á milli, öll nýtískulega hönnuð með öllum þægindum. Flatskjár og frítt WiFi. Mundu bara að panta herbergi með útsýni, þá verður dagurinn allur annar.
Meira, takk!

SKÝ BAR

An overview of Sky bar located at Center Hotels Arnarhvoll in Reykjavik with view over the mountains, harbor, and Harpa Concert Hall.

Skál fyrir útsýninu!

SKÝ fangar athygli þína áður en þú sest, útsýnið á áttundu hæð við hafið er bara þannig, þú sérð yfir Skálafell, Móskarðshjúka, Esjuna, Akrafjall, Hafnarfjall, Snæfellsjökul og Faxaflóann þar á milli. Hinumegin ert þú að njóta ljúffengra drykkja. Happy Hour er á SKÝ alla daga frá 16 - 18.
Meira, takk!

Heilsulindin okkar

A woman relaxing in a white bathrobe by the hot tub in the wellness area at Center Hotels Arnarhvoll in Reykjavik.

Slepptu þér og slakaðu svo á

Slakaðu á í heitum potti heilsulindarinnar á Arnarhvol og láttu þreytuna líða úr þér, eða njóttu þess að gleyma þér í gufubaðinu. Þú gætir jafnvel tekið nokkrar góðar teygjur og nýtt þér jógadýnuna og boltana sem er að finna í heilsulindinni en þó aðeins ef þú ert gestur þar sem heilsulindin er einungis aðgengileg gestum sem dvelja á Arnarhvol. Heilsulindin er ætluð fullorðnum þar sem það er hægt er að panta áfenga drykki.
Meira, takk!

360° FERÐALAG

Setustofan í lobby á Center Hotels Arnarhvoll í Reykjavík með svörtum leðursófa, vegghengdu sjónvarpi og viðarskáp með skrauti.

Innlit inn á Arnarhvol

Vertu velkomin að líta inn til okkar í 360 gráðu ferðalag um hótelið og sjáðu hvað bíður þín þegar þú dvelur á Center Hotels Arnarhvoll.
Meira takk!

Á grænni grein

A scenic view of Seljalandsfoss waterfall in Iceland at sunset, surrounded by lush green fields and walking paths, representing Center Hotels’ commitment to sustainability through Green Key e

Græni lykillinn

Við erum stolt að vera komin með Græna lykilinn frá vottunarstofunni Tún sem eru alþjóðlegir umsjónaraðilar fyrir Græna lykilinn á Íslandi. Með því getum við sagt að við vinnum með ábyrgum hætti að umhverfismálum og sjálfbærni en græni lykillinn er viðurkennt umhverfisvottunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna.
Meira takk!
CH_Home_Map All Hotels-01
Nágrennið
Kynntu þér aðra hótelkosti
plaza-lounge-2-1
Center Hotels Plaza

Center Hotels Plaza er stórt og vel staðsett hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið stendur við Ingólfstorg og gestir hótelsins geta því oft á tíðum notið lifandi stemningar miðborgarinnar sem fram fer á torginu. Staðsetningin er afar þægileg og hentar fyrir hvers kyns heimsóknir þar sem allt sem þú þarft er í göngufæri frá Plaza. Á hótelinu eru notaleg herbergi og góðir fundarsalir útbúnir nýjustu tækjum og tólum fyrir góð fundarhöld. 




Meira, takk!
Miðgarður by Center Hotels Reykjavík, Miðbæjarhótel Miðgarður í Reykjavík,  Miðgarður hótel í Reykjavík
Miðgarður by Center Hotels

Miðgarður er vel staðsett hótel ofarlega á Laugaveginum. Hótelið er einstaklega fallegt og lumar á skemmtilegum iðagrænum garði í miðju hótelsins þar sem gott er að eiga notalega stund. Miðgarður spa er falleg heilsulind með heitum pottum og á Jörgensen Bar & Kitchen er boðið upp á ljúffengar veitingar og dillandi, lifandi tónlist. Fyrsta flokks fundaraðstaða er einnig að finna á Miðgarði. 

.

Meira, takk!
Suite 3
Grandi by Center Hotels

Grandi hótel er staðsett í hinum skemmtilega og líflega hluta borgarinnar, Granda.  Hótelið, sem áður hýsti vélsmiðjuna Héðinn, er hannað í hráum en um leið fallegum og þægilegum stíl og býður upp á skemmtilegt og líflegt umhverfi á veitingastað og bar hótelsins. Okkur finnst sérstaklega gaman að hafa notalegt í kringum okkur sem kemur vel fram í rúmgóðu og björtu herbergjunum og þægilegu húsgögnunum.  Á Granda er að finna sannkallaða borgarstemningu í anda Reykjavíkur.  

.

Meira, takk!