Við búum svo vel að því að hafa fjölbreyttan mannauð sem samanstendur af hæfileikaríku fólki á sínu sérsviði. Hópurinn er eins og hótelin okkar, fjölskylda þar sem hver og einn fær að skína og vaxa með gildin okkar að leiðarljósi sem eru "Jákvæðni, heiðarleiki og þjónusta".
Störf í boði
Ef þú hefur brennandi áhuga á að nýta hæfileika þína og metnað í lifandi umhverfi hjá vaxandi fyrirtæki og ert að leita eftir starfsframa hjá fyrirtæki sem getur boðið þér fyrsta flokks þjálfun og þróun í starfi þá viljum við heyra frá þér. Sendu okkur umsókn og ferilskrá á jobs@centerhotels.com.


Sölufulltrúi - Hlutastarf
Við óskum eftir að ráða jákvæðan og duglegan starfsmann í söludeild fyrirtækisins.
Söludeild Center Hotels sér um bókanir og sölu fyrir öll hótel fyrirtækisins með það að markmiði að hámarka nýtingu og sölutækifæri. Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf á líflegum og skemmtilegum vinnustað þar sem lögð er áhersla á góðan og léttan starfsanda. Við leitum því að jákvæðum einstakling sem hefur áhuga á að veita viðskiptavinum og gestum hótela okkar framúrskarandi þjónustu.
Um hlutastarf er að ræða sem hentar fólki í námi einkar vel þar sem unnið er síðdegis og um helgar. Starfshlutfall er um það bil 40-50%. Unnið er þrjá virka virka daga eina viku, og tvo virka daga hina vikuna á 4 tíma vöktum (frá kl. 16:00-20:00). Þá er unnið aðra hverja helgi, bæði laugardag og sunnudag á 8 tíma vöktum frá 10:00-18:00. Opið er alla daga vikunnar allan ársins hring og því er einnig unnið á rauðum dögum þegar við á. Þá hentar starfið nemendum einstaklega vel þar sem um ræðir fullt starf á sumrin.
Starfsstöð er á aðalskrifstofu Center Hotels við Þverholt í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala, innsetning og umsjón með einstaklings og hópa bókunum
- Símsvörum, svörun tölvupósta og fyrirspurna á netspjalli
- Yfirferðir á bókunum
- Ýmis bakvinnsla og frágangur
- Samskipti við endursöluaðila
- Samskipti við hótel fyrirtækisins sem og aðrar deildir innan fyrirtækisins.
- Vinna að því að ná markmiðum fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu og bókunarstörfum er kostur.
- Reynsla af þjónustustörfum, og störfum í hótel og ferðaþjónustu er æskileg
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Hæfni til að geta unnið sjálfstætt er skilyrði.
- Frumkvæði og öguð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun og metnaður til að skila af sér góðu starfi
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Framúrskarandi samskiptafærni og rík þjónustulund
- Góð tölvukunnátta og góð hæfni á Excel og önnur Office forrit er skilyrði
- Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir með ferilskrá og fylgibréfi, þar sem tilteknar eru ástæður umsóknar, óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar "Söludeild- Hlutastarf".
Herbergisþerna
Við leitum að herbergjaþernum til starfa á hótelin okkar. Markmið starfsins er að tryggja gæða þjónustu og þægindi fyrir gestina okkar og að þrif hótelsins séu ávallt til sóma.
Helstu hæfniskröfur
- Reynsla af þrifum er kostur
- Grunnkunnátta í ensku er mikill kostur
- Jákvætt viðhorf og þjónustulund
- Stundvísi og sveigjanleiki í starfi.
Starfið felur í sér:
- Þrif á herbergjum, herbergjagöngum og öðrum svæðum hótelsins
- Fylla á kerrur
- Aðstoða við að halda þvottahúsi snyrtilegu
- Klára öll verkefni samkvæmt gæðum Center Hotels
Umsóknir með ferilskrá og fylgibréfi, þar sem tilteknar eru ástæður umsóknar, óskast sendar á jobs@centerhotels.com merktar “Herbergisþerna“.