Laugavegur lobby
Pakkar

Allt þetta auka sem gerir lífið bara svo skemmtilegt.

Bættu smá extra við dvölina.

Það er bara eitthvað við það að dvelja á hóteli og leyfa sér smá auka. Við bjóðum upp á úrval af pökkum sem þú getur valið ef þú vilt prófa eitthvað einstakt eða gleðja þann sem þér þykir vænt um á meðan þú dvelur hjá okkur.

Rómantíski pakkinn
Center Hotels  Romance
Rómantíkin er í loftinu
Við elskum rómantík og óvæntar upplifanir sem tengjast ástinni og getum því hjálpað til við að skipuleggja óvænta rómantík á meðan þú og sá/sú sem þú elskar dveljið hjá okkur. Rómantíski pakkinn inniheldur: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku og súkkulaði. Verð: 7.500 kr. Hafðu samband við okkur ef þú vilt bæta rómantík við hótelbókunina þína á bokanir@centerhotels.com / 595 8582.
Bóka rómantík
Brúðkaupspakkinn
Center Hotels Breakfast in bed
Dekur fyrir brúðhjónin
Brúðkaupspakkinn okkar inniheldur ýmsar nauðsynjar sem gera brúðkaupsnóttina eins fullkomna og hún á að vera. Hægt er að bæta pakkanum við hótelbókunina þína og inniheldur hann: freyðivíns-, rauðvíns eða hvítvínsflösku, súkkulaði, morgunmat sem borinn er fram inn á herbergi og uppfærslu í Superior eða Deluxe herbergi ef kostur er á fyrir aðeins 11.250 kr. Hafðu samband við okkur ef þú vilt bæta brúðkaupspakkanum við hótelbókunina þína á bokanir@centerhotels.com / 595 8582. * Brúðkaupspakkinn kostar 12.750 kr. á Granda by Center Hotels.
Bóka brúðkaupsdekur