Jafnraedi
Jafnrétti er ákvörðun

Við stofnun Center Hotels var tekin ákvörðun um að lögð yrði áhersla á jafnrétti á vinnustað og við höfum haldið þeirri vegferð áfram í gegnum allt okkar starf.

Jafnræði
Jafnvægisvogin_Svanfríður
Okkur hjartans mál
Jafnræði á vinnustað er eitthvað sem hefur ætíð verið mikilvægur þáttur í starfsumhverfi okkar hjá Center Hotels. Með tímanum höfum við aðlagað og betrumbætt starf okkar og stefnu í jafnréttismálum sem hefur leitt okkur á þann stað sem við erum á í dag. Upphafið á jafnræðisstefnu okkar er tilkomin með elju og dugnaði Svanfríðar Jónsdóttur, öðrum eigenda Center Hotels. „Jafnræði hefur ætið verið mér hjartans mál" segir hún, en áður en hún söðlaði um og hóf störf í hótelrekstri var hún hjúkrunarfræðingur og nú á tímum Covid hefur hún unnið að nýju sem hjúkrunarfræðingur í bakvarðasveitinni á Covid göngudeildinni. Með vinnu Svanfríðar og síðar meir annarra starfsmanna í röðum okkar hjá Center Hotels höfum við náð þeim eftirsótta stað að á vinnustaðnum okkar ríkir jafnrétti og jafnræði. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð þar sem virðing og jafnrétti er það sem við viljum bjóða öllu starfsfólki okkar upp á og viljum að það einkenni starfsumhverfið hjá Center Hotels.
Jafnvægisvogin
Jafnvægisvog mynd
2020 & 2021
Í tvö ár í röð höfum við tekið með miklu stolti við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en með henni staðfestist að jafnt hlutfall er á milli kynja í stjórnurnarstöðum hjá okkur á Center Hotels. „Viðurkenningin endurspeglar það starf sem við höfum unnið að í jafnréttismálum á vinnustaðnum okkar og sýnir fram á að hjá okkur sitja bæði kynin við sama borð þegar kemur að ráðningum og þróun í starfi" segir Kristófer Oliversson annar eigandi Center Hotels.
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun - mynd
Sömu kjör fyrir sömu eða sambærileg störf
Við erum stolt af því að vera fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun BSI þegar ný lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018. „Með vottuninni fengum við löglega staðfestingu á því að hjá Center Hotels fá starfsmenn sem sinna sömu eða sambærilegum störfum sömu laun óháð kyni" segir Eir Arnbjarnardóttir, starfsmannastjóri Center Hotels sem bætir við „Hjá okkur ríkir launajafnrétti en jafnlaunastefna er hluti af starfsmannastefnu fyrirtækisins. Markmiðið með innleiðingu hennar er að tryggja að allir starfsmenn búi við sömu tækifæri og að störf þeirra allra séu metin á eigin forsendum og óháð kyni,“ Við bjóðum upp á mikið úrval af námskeiðum, vinnustofum og kynningum ásamt almennri fræðslu fyrir starfsmenn til að tryggja að allir fái jöfn tækifæri til að vaxa og dafna í starfi. „Við höfum lagt mikla áherslu á að skapa uppbyggilegt og gott vinnuumhverfi og námskeiðin eru liður í því,“ segir Eir.
Sjá nánar um jafnlaunastefnu Center Hotels hér