Fólk sem situr á grasi með útréttar hendur sem sýnir jafnræði á center hotels í reykjavík

Jafnræði & jafnrétti

Við leggjum mentað okkar í að koma fram við alla af sanngirni, virðingu og hlýju - á hverjum degi!

Jafnrétti er ákvörðun

Hjá Center Hotels eru allir velkomnir. Við trúum á jöfn tækifæri, sanngirni og vinnuumhverfi þar sem hverjum og einum er velkomið að láta í sér heyra.

Jafnræði

Jafnvægisvogin_Svanfríður

Okkur hjartans mál

Jafnræði hefur allt frá stofnun Center Hotels verið okkur hjartans mál. Stefna okkar í jafnréttismálum hefur þróast og styrkst með árunum, ekki síst fyrir tilstuðlan Svanfríðar Jónsdóttur, eiganda hótelkeðjunnar sem lagði grunninn að vinnustað þar sem virðing og jöfn tækifæri eru í fyrirrúmi. Við erum stolt af þeim árangri og viljum að jafnrétti einkenni allt starfsumhverfið okkar.

Jafnvægisvogin

Jafnvægisvog mynd

Jafnvægi í forystu

Við höfum með stolti hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, verkefni á vegum FKA sem staðfestir að jafnrétti ríki á milli kynja í stjórnunarstöðum hjá Center Hotels. Viðurkenningin endurspeglar það starf sem við höfum unnið að í jafnréttismálum á vinnustaðnum okkar og sýnir fram á að hjá okkur sitja bæði kynin við sama borð þegar kemur að ráðningum og þróun í starfi" segir Kristófer Oliversson annar eigandi Center Hotels.

Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun - mynd

Sömu kjör fyrir sambærileg störf

Við fengum jafnlaunavottun BSI árið 2018 og vorum fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið til að hljóta hana eftir gildistöku nýrra laga. „Vottunin staðfestir að starfsfólk í sömu eða sambærilegum störfum fær sömu laun óháð kyni,“ segir Eir Arnbjarnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Center Hotels. Launajafnrétti er hluti af stefnu okkar og við leggjum áherslu á jöfn tækifæri til vaxtar með námskeiðum, fræðslu og uppbyggilegu starfsumhverfi.
Sjá jafnlaunastefnu