ALMENNIR AFBÓKUNARSKILMÁLAR

Hér að neðan eru almennir afbókunarskilmálar. Athugið að aðrir skilmálar en þessir geta gilt um þína bókun.

Aðrir skilmálar geta gilt fyrir ferðaskrifstofur, vinsamlega skoðið samninginn ykkar eða bókunarstaðfestingu fyrir nánari upplýsingar en þeir skilmálar munu ávallt gilda fyrir ykkar bókanir.

ALMENNIR SKILMÁLAR

Þessir skilmálar gilda fyrir einstaklingsbókanir, en gilda ekki fyrir hópabókanir. Ef þú ert með fyrirframgreidda bókun munu þessir skilmálar ekki gilda.

  • Þú getur afbókað þér að kostnaðarlausu þar til 48 tímum fyrir komu
  • Ef þú afbókar með minna en 48 tíma fyrirvara greiðir þú andvirði fyrstu næturinnar.
  • Ef þú mætir ekki greiðir þú andvirði fyrstu næturinnar.


Fyrirframgreiddar bókanir: Ef bókunin þín er fyrirframgreidd er ekki hægt að afbóka eða breyta bókun án afbókunargjalda!


FYRIRFRAMGREIDDAR BÓKANIR

Fyrirframgreiddar bókanir, eða svokallaðar Advance Purchase Rate (APR) bókanir, eru bókanir sem eru með afslætti en með þeim skilyrðum að bókunin sé fyrirframgreidd og óendurgreiðanleg.  Ekki er hægt að breyta eða afbóka bókunina né að fá endurgreitt. Ef þú mætir ekki (no-show) er ekki hægt að fara fram á endurgreiðslu.


HÓPABÓKANIR

Ef þú bókar meira en 5 herbergi gilda aðrir afbókunarskilmálar enda er bókunin þá skilgreind sem hópabókun. Ef hópabókunin er með skilyrði um fyrirframgreiðslu gilda eftirfarandi skilmálar hinsvegar ekki.

  • Ef afbókað er með meira en 8 vikna fresti er ekkert afbókunargjald rukkað
  • Ef afbókað er með 6-8 vikna fresti er 15% afbókunargjald rukkað
  • Ef afbókað er með 4-6 vikna fresti er 50% afbókunagjald rukkað
  • Ef afbókað er með minna en 4ja vikna fresti er 100% afbókunargjald rukkað


AÐRIR SKILMÁLAR

Aðrir skilmálar en þessir geta gilt fyrir þína bókun. Á sérstökum dagsetningum munu aðrir skilmálar en þessir gilda, og mun það ávallt vera tekið fram í bókunarstaðfestingunni þinni.


VEITINGASTAÐABÓKANIR FYRIR HÓPA

Fyrir bókanir á veitingastöðum okkur fyrir hópa gilda eftirfarandi skilmálar

  • Hægt er að afbóka allt að 10% af heildarfjölda gesta með allt að 3ja daga fyrirvara
  • Afbókanir verða að berast í skriflegu formi og móttaka afbókunar staðfest af Center Hotels til að vera tekin gild.
  • Afbókanir sem berast með minna en 3ja daga fyrirvara verða rukkaðar af fullu.