katie-montgomery-Ln1bd3eXATU-unsplash
Jazzhátíð Reykjavíkur

Sem stoltir styrkaraðilar Jazzhátíðar Reykjavíkur munum við bjóða upp á jazztengda viðburði ásamt afslætti af gistingu.

View from hotel - Center Hotels
20% afsláttur af hótelgistingu
Gerðu vel þig og njóttu þín í hjarta borgarinnar á Jazzhátíð Reykjavíkur. Við bjóðum þér 20% afslátt af gistingu á meðan Jazzhátíð stendur frá 28. ágúst - 4. september.
BÓKA HÉR
JAZZ BRÖNS
tendra-1500x1000-c-default
SUNNUDAGINN 29. ÁGÚST/ 12:00
Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á jazz „bröns“ á Jörgensen Kitchen & Bar. Tónlist hljómsveitarinnar Tendru er ylhýr og mjúkur söngvaskáldajazz, bragðbættur með mildum dægurlagakryddum og er mestmegis á okkar myndræna og söguríka tungumáli, íslensku. Bandið gaf út sína fyrstu plötu í nóvember 2020, einnig nefnd Tendra, en platan sú kom út hjá Smekkleysu og hlaut frábærar undirtektir. Tendra fæddist í upphafi árs 2020. Hljómsveitina skipa gítarleikarinn og lagasmiðurinn Mikael Máni Ásmundsson og söngkonan, laga- og textasmiðurinn Marína Ósk Þórólfsdóttir, en með þeim á tónleikunum verða einnig bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi, hljómborðsleikarinn og söngvarinn Steingrímur Teague og trommarinn Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir. Á tónleikunum mun Tendra leika lög af fyrstu plötunni sinni, auk þess að spila nokkur ný lög og útsetningar.
BÓKA BORÐ
JAZZ HAPPY HOUR
MM3_WEB_mynd_Birta-Rán-Björgvinsdóttir-1500x1000-c-default
FIMMTUDAGINN 2. SEPTEMBER / 18:00
Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á gleðistund (happy hour) á Jörgensen. Kvartett Maríu Magnúsdóttur leikur uppáhalds lög og jazzstandarda í eigin útsetningum. Kvartettinn skipa þau Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem leikur á píanó, söngkonan María Magnúsdóttir, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir sem spilar á trommur og Sigmar Þór Matthíasson sem leikur á kontrabassa. Söngkonan María Magnúsdóttir er mörgum kunn. Hún kom fram á jazzhátíð Reykjavíkur árið 2019 með prógram til heiðurs söngkonunnar Anita O’Day, í maí sama ár kom hún fram ásamt alþjóðlegri hljómsveit á Hamburg Jazz Festival. María lærði jazz söng til bakkalár í Konunglega tónlistarháskólanum í Haag, Hollandi. María kemur reglulega fram bæði sem jazzsöngkona, en oftar en ekki flytur hún eigin tónlist undir listamannsnafninu MIMRA. Kvartettinn skipar einvala lið tónlistarmanna sem hafa hver um sig verið áberandi í jazzsenunni undanfarin ár, bæði í útgáfu eigin verka og í tónlistarflutningi. Á efnisskránni verða uppáhaldslög hljómsveitarinnar í eigin útgáfum, sem og jazzstandardar sem bandið mun bera fram af kostgæfni.
SJÁ MEIRA
JAZZ HAPPY HOUR
dohond_1480x1000-1500x1000-c-default
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER / 18:00
Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á gleðistund (happy hour) á SKY bar. Hljómsveitin DÓH tríó var stofnuð á vormánuðum ársins 2013 af þeim Daníel, Óskari og Helga. Þeir höfðu allir leikið saman áður í ýmsum verkefnum en komu þarna í fyrsta sinn sem ein heild. Fyrstu tónleikar þeirra voru á Jazzhátíð Reykjavíkur 2013. Fyrsta plata þeirra, samnefnd sveitinni, kom út árið 2018 og fagnaði DÓH tríó útgáfu plötunnar á Jazzhátíð það sama ár. Platan var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum í jazzflokki ári síðar og hljómsveitin tilnefnd sem hljómsveit/hópur í sama flokki. Ókeypis aðgangur og Happy Hour á bar!
SJÁ MEIRA
JAZZ BRÖNS
1500x1000-RB-1500x1000-c-default
LAUGARDAGINN 4. SEPTEMBER / 12:00
Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel bjóða upp á jazz „bröns“ á Jörgensen Kitchen & Bar. Jazzsöngkonan Rebekka Blöndal er ein efnilegasta jazzsönkona landsins. Hún hefur verið iðin við tónleikahald síðustu misseri og hlotið verðskuldaðan sess innan íslensku jazzsenunar. Nú í haust lítur dagsins ljós hennar fyrsta plata en hún gaf út litla EP plötu á vordögum þessa árs. Efni plötunnar er að mestu frumsamin tónlist eftir Rebekku og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara. Á þessum tónleikum kemur Rebekka fram ásamt kvartett sínum en hann skipa auk hennar, þeir Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Sigmar Þór Matthíasson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.
BÓKA BORÐ
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.