Airwaves

Iceland Airwaves & Center Hotels

Í hjarta borgarinnar

Við erum stoltir stuðningsaðilar Iceland Airwaves og tökum þátt í stemningunni með afslætti af gistingu í miðborginni og spennandi Off-Venue tónleikum á veitingastöðum okkar.

Iceland Airwaves Hótel tilboð

Hótelherbergi í Reykjavík, Hótelherbergi í miðborginni, Hótelherbergi í miðbænum, Center Hotels hótelherbergi

25% Airwaves afsláttur

Gerðu vel við þig og njóttu þess að dvelja í miðborginni á meðan á Iceland Airwaves stendur og fáðu 25% afslátt af hótelgistingunni. Afslátturinn gildir af hótelgistingu og morgunverði á öllum okkar níu hótelum í miðborginni á meðan á tónlistarhátíðinni stendur. Herbergi á afsláttarverði eru í boði á meðan framboð leyfir og hægt er að afbóka gistinguna með 48 klst fyrirvara.
Meira takk!

Jörgensen Kitchen

live music jorgensen airwaves

Off Venue í miðbænum

Það verður góð stemning á Off-Venue viðburðinum á Jörgensen Kitchen & Bar þann 6. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 þegar Magnús Jóhann stígur á stokk. Stína Ágústsdóttir mætir kl. 17:00, Mimra Trió kl. 18:00 og María Magnúsdóttir með sitt Tró kl. 19:00. Happy hour er í boði frá 16:00 til 18:00 og það er frítt inn. Gestir geta notið góðs matar, drykkja og frábærrar stemningar í hjarta Reykjavíkur. Frítt er inn.
Sjá meira!

SKÝ Lounge & Bar

sky bar venue airwaves 2025

Off venue með útsýni

Á Off-Venue viðburðinum á SKÝ Lounge & Bar þann 7. nóvember gefst gestum kostur á að njóta frábærrar tónlistar, ljúffengra drykkja og einstaks útsýnis yfir borgina og höfnina. Tónleikarnir hefja leik kl. 16:00 þegar Ólöf Arnalds stígur á stokk, Anya Shaddock kl. 17:00 og HÁRún kl. 18:00. Off-Venue á SKÝ er fullkomin leið til að upplifa hátíðarstemninguna á Iceland Airwaves, hátt yfir miðborg Reykjavíkur. Frítt er inn á viðburðinn og Happy Hour er í boði frá 16:00 til 18:00.
Sjá meira!

Grandi resturant

Restaurant 2

Off venue við höfnina

Á Off-Venue viðburðinum á Granda Restaurant & Bar þann 8. nóvember geta gestir notið sín á einstaklega fallegum og sjarmerandi veitingastað þar sem boðið er upp á spennandi veitingar og Happy Hour frá kl. 15:00 til 18:00. Tónleikarnir byrja þegar Snorri Helgason hef­ur leik kl. 15:00, Stína Ágúst kl. 16:00, Karlotta kl. 17:00 og Aoife kl. 18:00. Off-Venue á Granda er fullkomin leið til að upplifa hinn sanna Iceland Airwaves anda við hafnarbakkann í hjarta Reykjavíkur. Frítt er inn á viðburðinn.
Sjá meira!