Airwaves
Iceland Airwaves & Center Hotels

Sem stuðningsaðili Iceland Airwaves þegar kemur að hótelgistingu þá bjóðum við upp á afslætti af hótelgistingu í miðborginni á meðan á hátíðinni stendur.

Í hjarta borgarinnar

Hótelin okkar sem eru níu talsins eru ýmist 3* eða 4* og eru öll staðsett í miðborg Reykjavíkur. Á meðan á Airwaves stendur bjóðum við ekki aðeins upp á hótelgistingu á afslætti heldur bjóðum við einnig upp á Off venue viðburði og afslætti á veitingastöðunum okkar og börum.

Hótel tilboð

Hótelherbergi í Reykjavík, Hótelherbergi í miðborginni, Hótelherbergi í miðbænum, Center Hotels hótelherbergi

25% afsláttur

Gerðu vel við þig og njóttu þess að dvelja í miðborginni á meðan á Iceland Airwaves stendur og fáðu 25% afslátt af hótelgistingunni. Afslátturinn gildir af hótelgistingu og morgunverði á öllum okkar níu hótelum í miðborginni á meðan á tónlistarhátíðinni stendur. Herbergi á afsláttarverði eru í boði á meðan framboð leyfir og hægt er að afbóka gistinguna með 48 klst fyrirvara.
Meira takk!

7. nóvember

JORGENSEN

Jörgensen Kitchen & Bar

Það verða spennandi Off-Venue tónleikar á Jörgensen Kitchen & Bar þann 7. nóvember. Dagskráin hefst kl. 17:00 með Róshildi, síðan tekur Morjane Ténéré við kl. 18:00, og kl. 19:00 taka Helgi A og Sdóri við. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta fjölbreyttrar tónlistar í afslöppuðu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.
Meira takk!

8. nóvember

SKY

Ský Lounge & Bar

Ský Lounge & Bar býður upp á einstaka Off-Venue tónleika 8. nóvember, þar sem tónlist, frábært útsýni og dásamlegir kokteilar skapa ógleymanlega upplifun. Dagskráin hefst kl. 17:00 með tónlist frá Lúpínu, kl. 18:00 stíga Fríða Hansen & Split Circle á svið, og Saga Matthildur tekur við kl. 19:00. Komdu og njóttu fjölbreyttrar tónlistar.
Meira Takk!

9. nóvember

PLAZA

Plaza

Það verða lifandi tónleikar á Plaza by Center Hotels þann 9. nóvember. Silvurdrongur byrjar dagskrána kl. 16:00, kl. 17:00 stígur Anya Shaddock á svið, kl. 18:00 tekur Anna Richter við, og kl. 19:00 lýkur Dania O. Tausen kvöldinu. Þetta er frábært tækifæri til að slaka á og njóta fjölbreyttrar tónlistar í hjarta Reykjavíkur.
SJÁ MEIRA!