Hinsegin dagar
HINSEGIN DAGAR

Í hjarta Reykjavíkur dagana 6. - 11. ágúst 2024

Fagnaðu með okkur

Center Hotels styrkir með stolti Hinsegin daga og Samtökin '78. Við munum fagna fjölbreytileikanum með alls kyns skemmtilegum viðburðum á hótelunum okkar.

Hinsegin Pub Quiz
pubquiz
Late Night Happy Hour!
Kíktu við á Ský Lounge & Bar, þann 7. ágúst kl. 20:00, þar sem Hinsegin Pub Quiz verður haldið. Njóttu stórkostlegs útsýnis, frábærra drykkja á Late Night Happy Hour ásamt ljúffengu barsnakki, og þú gætir jafnvel unnið glæsilegan vinning! Ský Lounge & Bar er staðsett á efstu hæð Center Hotels Arnarhvols, Ingólfsstræti 1.
QUEERAOKE
queeraoke sky
Komdu að syngja!
Fagnaðu Reykjavík Pride á SKÝ Lounge & Bar með Late Night Happy Hour! Komdu til okkar frá 20-23, föstudaginn 9. ágúst, og njóttu stórfenglegs útsýnis, frábærra drykkja, ljúffengra bita ásamt karaeoki til að gera kvöldið enn skemmtilegra! Ský Lounge & Bar er staðsett á efstu hæð Center Hotels Arnarhvols, Ingólfsstræti 1.
Drag & Bingó
drag bingo mishy
Til styrktar góðgerðamála!
Komdu og taktu þátt í drag Bingó á Plaza þann 8. ágúst kl. 18:00! Þú getur unnið spennandi vinninga eins og gjafabréf frá Center Hotels, Play airlines, Icelandia, Eldingu, Matarkjallaranum, Sjávargrillinu, Fiskfélaginu og Ölgerðinni. Okkar eigin dragdrottning Michy heldur uppi stuðinu og allur ágóði rennur til Samtakanna '78. Í fyrra söfnuðum við 500.000 kr. en við setjum markmiðið enn hærra í ár! Ekki missa af þessari gleði! Center Hotels Plaza er staðsett á Aðalstræti 4-6.