Hinsegin dagar

HINSEGIN DAGAR

Í hjarta Reykjavíkur dagana 5. - 10. ágúst 2025

Fagnaðu með okkur

Center Hotels styrkir með stolti Hinsegin daga og Samtökin '78. Við munum fagna fjölbreytileikanum með alls kyns skemmtilegum viðburðum á hótelunum okkar.

Queer Quiz & Kokteilar

queer pub quiz at sky

Spurningar, kokteilar og gleði á SKÝ

Queer Pub Quiz og Kokteila kvöld á SKÝ Lounge & Bar þann 6. ágúst í tilefni Hinsegin daga! Spurningakeppnin byrjar klukkan 20 og það kostar ekkert að taka þátt. Grétar Matthíasson, margfaldur Íslandsmeistari í kokteilagerð, mætir með sérstakan Pride kokteil og Happy Hour verður til 23. Veglegir vinningar, góðir drykkir og geggjuð stemning!
Sjá meira!

DRAG BINGO & HAPPY HOUR

drag bingo at plaza

Glamúr, gleði og bingó með Michy

Drag Bingó fer fram á Center Hotels Plaza þann 8. ágúst og þetta verður kvöld fullt af glamúr, hlátri og veglegum vinningum. Dyrnar opna klukkan 18 og hægt verður að kaupa bingóspjöld á staðnum. Eitt spjald kostar 1.000 krónur en þrjú spjöld kosta 2.000 krónur og allur ágóði rennur beint til Samtakanna ‘78. Hin stórkostlega Michy (MeShe), 5000 ára dragdrottning, mun stýra viðburðinum. Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga kvöld fullt af skemmtun, hlátri og frábærum vinningum.

QUEERAOKE

queeraoke at sky

Karaókí & langur Happy Hour!

Við hlökkum til að sjá ykkur á skemmtilegu Queeraoke kvöldi á SKÝ Lounge and Bar þann 8. ágúst. Við byrjum klukkan 20 og það er frítt að taka þátt. Happy Hour verður í gangi allan viðburðinn. Komdu og syngdu með okkur, njóttu stemningarinnar og fagnaðu Pride með frábæru fólki. Sjáumst!
Sjá meira!