seljalandsfoss
Við erum að verða græn
Með græna lyklinum

Við vitum hversu mikilvægt það er að sýna ábyrgð þegar kemur að umhverfinu og því höfum við unnið að betrumbótum til að minnka áhrif á náttúruna. Við höfum undirritað samning við Tún vottunarstofu þar sem við höfum sóst eftir því að fá Græna lykilinn fyrir hótelin okkar 9. Til að fá græna lykilinn höfum við þurft að breyta ýmsum þáttum sem snýr að starfssemi hótelanna og vonum að þú sem gestur vilji taka þátt í grænu vegferðinni með okkur.

Endurvinnsla
pawel-czerwinski-RkIsyD_AVvc-unsplash
Gefðu ruslinu nýjan tilgang!
Við vitum hversu mikilvæg endurvinnsla er þegar kemur að umhverfismálum og við höfum því sett af stað endurvinnsluáætlun á öllum hótelunum okkar. Áætlunin felst í því að hafa aðskildar tunnur fyrir mismunandi tegundir efna, svo sem pappír, plast, gler og málm. Sorpinu er safnað saman og er það svo sent til endurvinnslustöðva, þar sem þeim eru umbreytt í nýjar vörur. Með þessum aðgerðum erum við ekki aðeins að vinna að því að vörur séu endurunnar heldur erum við einnig að minnka magn úrgangs sem endar á losunarsvæðum. Okkur þætti vænt um ef þú sem gestur myndir taka þátt í endurvinnsluáætluninni okkar með því að nota tunnurnar á réttan hátt. Þú finnur þær víðs vegar á hótelunum okkar.
Matarsóun
Food waste
Látum matinn ekki fara til spillis!
Matarsóun er eitt helsta vandamál heimsins í dag þar sem miklu magni matvæla sem framleitt er fyrir neyslu er hent á hverjum degi. Við áttum okkur á vandamálinu og höfum því sett af stað áætlun sem við vonumst til að verði til þess að matarsóun á hótelunum minnki. Áætlunin felst í mælingu og greiningu á matarúrgangi til að við getum áttað okkur á því hvar við getum gert betur. Við bjóðum upp á morgunverð á hótelunum okkar og viljum að gestirnir okkar fari saddir og sælir út í daginn. Okkur þætti vænt um ef þú sem gestur myndir taka þátt í verkefninu með okkur með því að taka aðeins mat af hlaðborðinu sem þú ætlar að njóta við morgunverðinn til að hjálpa okkur að minnka matarsóunina.
Orkusparnaður
riccardo-annandale-7e2pe9wjl9m-unsplash-1
Orka til náttúrunnar!
Sem hótelkeðja áttum við okkur á að við þurfum að nota mikla orku til að geta tryggt gestum okkar þægilega dvöl. Jafnvel þótt við séum stödd í landi sem getur framleitt orku á umhverfisvænan máta viljum við gera allt sem við getum til spara orkuna eins mikið og hægt er. Við höfum því tekið upp orkusparandi aðferðir til að draga úr áhrifum á umhverfið en þær felast í notkun á orkusparandi ljósaperum, LED-ljósum og sjálfvirkum slökkvurum. Sett hefur verið í gang áætlun um mælingu á orku á 5 ára fresti. Sem gestur getur þú haft áhrif með því að slökkva á ljósum og rafmagnstækum í herberginu þínu þegar þú ert ekki á staðnum sem og að minnka þvott á líni og handklæðum á meðan þú dvelur hjá okkur.
Lín og handklæði
Þetta reddast á Center Hotels
Verndum náttúruna með einu handklæði í einu!
Við leggjum áherslu á að hótelin okkar séu eins hrein og mögulegt er. Þernurnar okkar vinna frábært verk þegar kemur að þrifum á hverjum degi sem við erum mjög stolt af. Herbergin okkar sem gestir dvelja í spila stóran þátt í þrifum á degi hverjum þar sem herbergin eru ekki aðeins þrifin heldur eru handklæði og lín þvegin. Við vitum að þvottur á handklæðum og líni þarf mikla orku sem og vatn og sápusem hefur áhrif á umhverfið. Við höfum því sett af stað áætlun sem felur í sér að minnka þvott og við viljum bjóða þér sem gesti að taka þátt í. Áætlunin virkar þannig að ef þú vilt nota handklæðið þitt aftur eftir notkun, þá hengir þú það einfaldlega upp svo þernurnar viti að þú ætlar að nota það aftur, ef þú vilt að það sé þvegið, læturðu það liggja á gólfinu. Við skiptum um lín þriðja hvern dag á meðan þú dvelur hjá okkur. Ef þú vilt að við skiptum oftar geturðu sett "Vinsamlegast skipta" miðann á koddann þinn en miðinn finnurðu inni í herberginu þínu.
Vatnssparnaður
austin-kehmeier-k-_7Z5z5--Q-unsplash
Verðmæta vatnið!
Við erum einstaklega heppinn að vera staðsett á Íslandi þar sem nóg framboð er af vatni en vatn spilar stóran þátt í að við getum boðið gestum okkar upp á ánægjulega dvöl. En þrátt fyrir að við eigum auðvelt með að fá nóg af vatni vitum við að við þurfum að vera meðvituð um vatnsnotkun og reyna að minnka sóun á vatni. Við höfum því sett af stað áætlun þar sem meginmarkmið er að minnka vatnsnotkun á hótelunum okkar. Áætlunin felst í því að mæla mánaðarlega vatnsnotkun til að passa upp á að vatnsflæði verði ekki meira en 9 lítrar á mínútu í sturtum og 8 lítra á mínútu fyrir vatnsflæði í vöskum. Starfsmenn okkar fylgjast vel með því hvort vatn leki úr krönum og ef svo er þá er það lagað hratt og vel. Sem gestur hjá okkur getur þú aðstoðað með því að endurnýta handklæði og lín til að spara vatn þegar kemur að þvotti. Einnig með því að láta vatn ekki renna að ástæðulausu í sturtu og krana sem og láta okkur vita ef þú sérð krana eða sturtu sem lekur.
Umhverfisvænar vörur
johannes-plenio-6XUA5KQ9-1k-unsplash
Grænt og vænt!
Notkun á umhverfisvænum vörur á hótelunum skiptir mjög miklu máli þegar kemur að áhrifum á umhverfið. Við höfum því farið í gegnum mikla vinnu við val á efnum sem við notum við þrif á hótelunum okkar og er staðan þannig núna að yfir 75% af þeim vörum sem við notum við dagleg þrif og í þvottahúsunum okkar umhverfisvæn. Við reynum að lágmarka notkun á pappír og prentun eins mikið og hægt er en í þeim tilvikum sem við þurfum að nauðsynlega að notast við slíkt fáum við pappír og prentun frá svansvottuðum samstarfsmönnum okkar í Prentsmiðju í Reykjavík. Við val á markaðsvörum sem við látum útbúa fyrir okkur reynum við að velja einungis vörur sem eru umhverfisvænar.
Umhverfisvænar ferðir
Iceland thermal pool
Ferðastu með grænum hætti!
Við erum einstaklega stolt af landinu okkar og náttúran spilar þar stóran þátt. Við viljum því gera það sem við getum til að varðveita náttúruna eins vel og mikið og hægt er. Við vinnum með nokkrum vel völdum aðilum þegar kemur að vísun gesta okkar á dagsferðir um landið og bílaleigu. Við erum stolt af því að geta vísað þeim á sérvaldar umhverfisvænar ferðir sem samstarfsaðilar okkar eru að bjóða upp á. Við vinnum með Reykjavik Excursions þegar kemur að akstri milli Keflavíkurflugvallar og hótelanna okkar með því láta 10% af andvirði hverjum seldum miða í flugvallarútuna rennur til Landsbjargar sem vinnur ötult sjálfboðastarf við björgun mannslífa og verðmæta.
Sjá meira!
Umhverfisvænn ferðamáti
mattia-S9HzTp407iA-unsplash
Til að skoða borgina
Skoðaðu borgina á umhverfisvænan hátt á hjóli. Með því ertu ekki að menga umhverfið og sparar eldsneytið sem og að auðveldara að komast á milli og sleppa við umferðina. Njóttu þess að anda hreinu lofti, hreyfa líkamann og nýta þér frelsið á hjólinu. Að leigja hjól veitir þér heilsumisvænan, skemmtilegan, og umhverfisvænan leið til að kynna sér borgina.
Leigja hjól
Félagsleg ábyrgð
artists-audience-band-1763075
Menning og gleði!
Hótelin okkar níu eru öll staðsett í miðbænum og við því einstaklega heppinn þegar kemur að nálægð við ýmiss konar viðburði og hátíðir sem oft á tíðum eru haldin í miðborginni. Okkur þykir ekkert skemmtilegra en að taka þátt í menningarlegum viðburðum sem eiga sér stað í Reykjavík hvort sem um sé að ræða viðburði tengda músík, list eða öðrum viðburðum tengdum menningu. Við getum með stolti sagt að við höfum unnið með hátíðum á borð við Iceland Airwaves, Myrkir músíkdagar, Extreme chill festival, skáksamband Íslands, Reykjavik Jazz festival sem og Eve Online, Hönnunarmars og Listasafn Íslands. Með því að styðja við menningarlega viðburði erum við ekki aðeins að styðja viðburðina sjálfa heldur erum við einnig að skapa einstaka upplifun fyrir gestina okkar sem fá að kynnast íslenskri menningu á meðan þeir dvelja hjá okkur.
Sjá meira!
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.