seljalandsfoss

Við erum orðin græn

Græn hugsun skiptir máli og þess vegna höfum við gert hana hluta af öllu því sem við gerum – allt frá innritun til útritunar.

Með græna lyklinum

Við vitum að umhverfið skiptir máli og vinnum eftir grænni stefnu þar sem sjálfbærni er í forgangi. Hótelin okkar eru Green Key vottuð og uppfylla ströng alþjóðleg viðmið.

Endurvinnsla

pawel-czerwinski-RkIsyD_AVvc-unsplash

Gefum ruslinu nýtt líf!

Við vitum að endurvinnsla skiptir máli og höfum sett af stað endurvinnsluáætlun á öllum hótelunum okkar. Sérstakar tunnur fyrir pappír, plast, gler og málm eru víðs vegar á hótelunum og sorpið er sent í endurvinnslu til að minnka úrgang á losunarsvæðum. Við þökkum þér fyrir að taka þátt með því að nota tunnurnar rétt.

Matarsóun

Food waste

Ekkert til spillis!

Matarsóun er stórt vandamál á heimsvísu og við viljum leggja okkar af mörkum til að draga úr henni. Við mælum og greinum matarúrgang á hótelunum til að bæta okkur og biðjum þig að taka aðeins það af hlaðborðinu sem þú ætlar að borða til að hjálpa okkur að minnka matarsóun.

Orkusparnaður

riccardo-annandale-7e2pe9wjl9m-unsplash-1

Orka til náttúrunnar!

Við vitum að mikil orka fer í að tryggja gestum okkar þægilega dvöl. Þótt við séum í landi sem framleiðir hreina orku viljum við spara eins mikið og hægt er. Við notum orkusparandi ljós og sjálfvirka slökkvara og fylgjum notkuninni eftir með reglulegum mælingum. Þú getur hjálpað með því að slökkva á ljósum og tækjum og endurnýta handklæði og lín á meðan á dvölinni stendur.

Græn & væn

Þetta reddast á Center Hotels

Eitt handklæði í einu!

Við leggjum áherslu á hrein og snyrtileg hótel en viljum líka minnka vatns-, orku- og efnanotkun. Því eru herbergisþrif framkvæmd eftir beiðni. Ef þú óskar eftir nýjum handklæðum, rúmfötum eða léttum þrifum geturðu látið móttökuna vita við innritun eða fyrir hádegi, daginn sem þú dvelur hjá okkur.

Vatnssparnaður

austin-kehmeier-k-_7Z5z5--Q-unsplash

Hver og einn dropi!

Við erum heppin með vatnsframboð á Íslandi, en við vitum líka að við þurfum að nota það skynsamlega. Við höfum sett af stað áætlun til að draga úr vatnsnotkun sem felur m.a. í sér reglulegar mælingar, stillt vatnsflæði í sturtum og vöskum og að laga leka hratt. Þú getur hjálpað til með því að endurnýta handklæði og lín, slökkva á vatni þegar það er ekki í notkun og láta vita ef þú sérð leka.

Vistvænar vörur

johannes-plenio-6XUA5KQ9-1k-unsplash

Grænt og vænt!

Notkun á umhverfisvænum vörum skiptir okkur miklu máli. Við höfum því unnið markvisst að því að velja vistvæn hreinsiefni og eru nú yfir 75% af þeim vörum sem við notum í dagleg þrif og í þvottahúsunum okkar umhverfisvæn. Við lágmörkum pappírsnotkun og prentun eins og hægt er, en þegar þess er þörf notumst við eingöngu við pappír og prentun frá svansvottuðum samstarfsaðilum okkar.

Græn Reykjavík

Screenshot 2024-10-16 131017

Til að skoða borgina!

Skoðaðu Reykjavík á umhverfisvænan hátt í tveggja tíma rafhlaupahjólaferð! Ferðastu um götur miðborgarinnar og andaðu að þér fersku lofti. Á leiðinni lærir þú um ríka sögu og þjóðsögur borgarinnar á meðan þú nýtur útsýnis yfir helstu kennileiti Reykjavíkur.
Leigja hjól

Félagsleg ábyrgð

artists-audience-band-1763075

Menning og gleði!

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í menningarviðburðum í miðborginni og höfum með stolti stutt hátíðir á borð við Iceland Airwaves, Myrka músíkdaga, Extreme Chill, Skáksamband Íslands, Reykjavík Jazz Festival, Eve Online, Hönnunarmars og Listasafn Íslands. Með því að styðja við þessa viðburði erum við ekki aðeins að styrkja menningarlífið heldur einnig að skapa einstaka upplifun fyrir gesti okkar sem fá að tengjast íslenskri menningu á meðan á dvölinni stendur.
Sjá meira!