Two women relaxing in the outdoor hot tub at Midgardur spa surrounded by urban greenery.
Miðgarður spa

Heilsulind í hjarta Reykjavíkur með heitum pottum innandyra og utandyra

Bóka spa aðgang
Heilsulind í miðborginni

Miðgarður spa er staðsett í miðborginni í fallegum afskekktum garði. Láttu þér líða vel í heitum pottum, gufubaði og á hvíldarsvæðinu okkar og láttu streituna líða úr þér.

Heilsulindin okkar

Stylish spa interior at Midgardur with indoor hot tub, lounge seating, and potted plants.

Slakaðu á

Miðgarður Spa býður upp á heita potta bæði innandyra og utandyra, þar sem gestir geta notið ferska loftsins í heitum pottinum. Að auki eru til staðar gufubað, sturta, fjölbreytt úrval af nuddmeðferðum og líkamsrækt með tækjum fyrir styrktaræfingar. Búningsklefar eru rúmgóðir, með læstum skápum fyrir persónulega muni. Við komu fá gestir afhent handklæði, baðsloppa og inniskó. Aðgangur að spainu er alla daga frá klukkan 7:00 til 22:00, og það kostar 4.500 kr. á mann. Heilsulindin er ætluð fullorðnum þar sem það er hægt er að panta áfenga drykki. Bóka þarf aðgang að spainu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara.
Bóka hér!

Nuddin okkar

A guest relaxing in the indoor hot tub at Midgardur by Center Hotels in Reykjavik with ambient lighting and concrete walls.

Slökun og ró

Njóttu þess að slaka á með góðu nuddi á meðan þú heimsækir heilsulindina okkar. Hvort sem markmiðið sé að létta á þreyttum vöðvum eða einfaldlega að njóta dýpri slökunar þá bjóðum við upp á fjölbreytt úrval nuddmeðferða. Bóka þarf nuddmeðferðirnar með 24 klst fyrirvara.
Bóka hér!

Heilsuræktin okkar

Fitness room at Midgardur by Center Hotelsin Reykjavik with a treadmill, bike, and a rowing machine.

Taktu á því

Í Miðgarði Spa er að finna fullbúna heilsurækt með fjölbreyttu úrvali af æfinga- og styrktartækjum. Heilsulindin okkar býður því upp á fullkomna samsetningu af líkamsrækt og slökun. Heilsuræktin er opin á sama tíma og Miðgarður Spa.

Því fleiri - því betra

Guests relaxing in the indoor hot tub at the spa in Midgardur by Center Hotels in Reykjavik, with a warm, serene atmosphere and concrete walls.

Taktu vinina með

Við bjóðum hópa velkomna til að slaka á í Miðgarði spa. Heilsulindin er rúmgóð og getur því tekið á móti allt að 15 manns í einu á þægilegan máta. Hægt er að panta drykki og fá þá afhenda í heilsulindina. Aðgangur í Miðgarð spa fyrir 5 manna hóp eða fleiri er á 4.000 kr. á mann. Fullkomin leið til að eiga slakandi og endurnærandi stund með hópnum.
Nudd
Klassískt nudd 11800 ISK

Klassíska nuddið sameinar bæði djúpt og afslappandi nudd sem er gott fyrir þá sem þarfnast sérstakrar athygli á ákveðnum svæðum. Nuddið mýkir vöðva, dregur úr streitu ásamt því að örva blóðflæði. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:

30 mín - 11.800 kr.

50 mín - 14.800 kr. 

80 mín - 20.900 kr.

Slökunarnudd 11800 ISK

Njóttu lífsins og upplifðu algjöra slökun eftir amstur dagsins. Markmið þessa nudds er að endurnæra líkamann. Nuddið mýkir vöðva, minnkar spennu og örvar blóðflæði. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:

30 mín - 11.800 kr.

50 mín - 14.800 kr.

80 mín - 20.900 kr.

Djúpvefjanudd 12800 ISK

Öflugt nudd sem er tilvalið fyrir þá sem hafa sára og stirða vöðva. Beitt er þrýstingi til að örva blóðflæði sem hjálpar til við að losna við óþarfa spennu, verki og hnúta sem gætu hafa myndast. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:
25 mín - 12.800 kr.
50 mín - 15.800 kr.
80 mín - 21.800 kr.

Lúxus nudd 15200 ISK

Endurnýjandi nudd þar sem þar sem lúxus og gæði eru í fyrirrúmi. Auk nuddsins getur þú notið andlitsmaskans sem er hannaður til þess að næra húðina þína og skilur hana eftir geislandi og endurnærða. Þetta nudd er fullkomið vellíðunarævintýri fyrir bæði líkama og andlit. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:
50 min - 15.200 kr.
80 min - 23.900 kr.

Höfuð-, herða-, og andlitsnudd 11800 ISK

Upplifðu djúpa slökun með nuddi á höfði, öxlum og hálsi. Lögð er áhersla á að losa um spennu og endurheimta vellíðan. Í boði er mismunandi lengd á nuddi:
30 mín - 11.800 kr.
50 mín með andlitsmaska 14.800 kr.

Líkamsskrúbbur 16900 ISK

Notaður er örvandi skrúbbur sem fjarlægir dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka. Samsetning hreinsunar og nudds veitir líkamanum slökun og gefur geislandi ljóma. Í boði er mismunandi lengd á meðferðum:
50 mín - 16.900
80 mín - 21.800

Paranudd 23600 ISK

Njóttu þess að slaka á með þínum betri helming með klassísku nuddi í Miðgarði spa. Nuddið fer fram á sama tíma en í aðskildum herbergjum sem tryggir rólega og persónulega upplifun fyrir báða aðila. Í boði er mismunandi lengd á meðferðum:  

30 mín - 23.600 kr.

50 mín - 29.600 kr. 

80 mín - 41.800 kr.

Heitt steinanudd 15900 ISK

Upplifðu samblönduna af hlýju og slökun sem steinanuddið okkar býður upp á. Heitir steinar, sem er vandlega raðað á líkamann, leysa úr spennu og veita einstaka vellíðan. Leyfðu ró og jafnvægi að umlykja þig í þessari meðferð. Í boði er mismunandi lengd á meðferðum:
50 mín - 15.900 kr.
80 mín - 22.800 kr.

Fótanudd 9500 ISK

Slakaðu á og njóttu þess að fá fótanudd. Áhersla er lögð á ákveðna þrýstipunkta sem draga úr þreytu og endurnýja allan líkamann. Í boði er mismunandi lengd á meðferðum:
20 mín - 9.500 kr.
30 mín - 11.300 kr.

Bóka aðgang í Miðgarð spa

Bókaðu spa upplifun og njóttu þess að eiga rólega og slakandi stund

Bóka
Two women relaxing in the outdoor hot tub at Midgardur spa surrounded by urban greenery.
Guests relaxing in the indoor hot tub at the spa in Midgardur by Center Hotels in Reykjavik, with a warm, serene atmosphere and concrete walls.
Indoor hot tub at Midgardur by Center Hotels with modern concrete surroundings, soft lighting, and potted plants.
Stylish spa interior at Midgardur with indoor hot tub, lounge seating, and potted plants.
Outdoor hot tub at Midgardur spa with warm concrete design and greenery in central Reykjavik.
Spacious glass-fronted sauna with warm wooden interior at Midgardur spa in Reykjavik center.
A guest relaxing in the indoor hot tub at Midgardur by Center Hotels in Reykjavik with ambient lighting and concrete walls.