Nýjasta nýtt á Center Hotels!
Það er alltaf eitthvað um að vera á hótelunum okkar - hvort sem það sé endurbætur á núverandi hótelum, ný hótel eða breytinga á heilsulindunum eða veitingastöðunum - það er alltaf eitthvað spennandi á döfinni.
Íbúðarhótel í miðborginni
Á Þingholt Apartments eru notalegur íbúðir sem eru frábær gistimöguleiki fyrir pör, vini og fjölskyldur. Í boði eru mismunandi tegundir íbúða, allt frá þægilegum stúdíóíbúðum til rúmgóðra íbúða sem eru góður kostur fyrir vinahópa og/eða fjölskyldur. Allar íbúðir eru með góða eldhúsaðstöðu og sumar búa að því að hafa þvottavél og uppþvottavél - fullkomið fyrir gesti sem vilja aðeins meiri þægindi á meðan dvalið er í miðborginni.


Fleiri herbergi á Granda by Center Hotels
Við erum að bæta við nokkrum nýjum hæðum og um leið ný herbergi á Granda by Center Hotels. Framkvæmdir eru hafnar og áætlað er að ljúka þeim snemma árs 2026. Þegar nýju herbergin eru klár mun Grandi bjóða upp á alls 255 herbergi. Opnað verður fyrir bókanir á nýju herbergjunum 1. febrúar 2026. Með stækkuninni bætast við 30 ný herbergi þar af 25 standard og 5 standar plus herbergi. Þau verða öll í sama stíl og núverandi herbergi á Granda - stílhrein, þægileg og hlýleg.


Endurbætur á Center Hotels Plaza
Við höfum verið að gefa herbergjunum á Center Hotels Plaza ferskt og nýtt yfirbragð. Þessa stundina erum við að endurnýja standard og standard plus herbergin sem verða tilbúin sumarið 2026. Þegar þau verða klár verða alls 97 endurbætt herbergi á hótelinu. Endurbæturnar fela í sér ný húsgögn, ferska málningu og ný gólfefni.


