Í ágúst ár hvert taka þúsundir hlaupara þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem er góðgerðahlaup. Í boði er að taka þátt í léttskokki sem felur í sér 3 eða 10 km, en einnig er hægt að fara í lengra hlaup, bæði hálfmaraþon eða heilt.
Á hlaupadaginn er miðbænum lokað fyrir bílaumferð og göturnar fyllast af bæði hlaupurum og hvetjandi áhorfendum. Með sléttar hlaupaleiðir, svalt sumarveður og stórbortið útsýni yfir hafið og fjöllin - þá býður maraþonið í Reykjavík þáttakendum upp á einstaka upplifun.
Til að taka þátt þarf að skrá sig fyrirfram, sjá hér.
Okkar eigin Center Hotels hlaupahópur mun taka þátt og hlaupa til að safna fyrir Gleym mér ei - góðgerðasamtök sem styðja fjölskyldur sem hafa misst barn. Fyrir hverja krónu sem safnast, leggur Center Hotels jafnháa upphæð á móti. Fylgstu með hlaupahópnum okkar og sjáðu hvernig söfnunin gengur. Sjá hér.
Dagsetning 23/08/2025 - 23/08/2025