Stúdíó
Fyrir allt að tvo gesti
Upplifðu þægindin sem stúdíóíbúðirnar okkar bjóða upp á. Hver íbúð er að meðaltali 20 m² að stærð og er búin hjónarúmi, baðherbergi, snjallsjónvarpi, ísskáp, uppþvottavél og ókeypis þráðlausu interneti. Hægt er að bæta við barnarúmi gegn gjaldi en ekki er hægt að bæta auka rúmi við í þessari herbergistegund. Engin þvottavél er í íbúðunum, en við bjóðum upp á þvott einu sinni á meðal dvöl stendur. Vinsamlegast athugið að íbúðirnar geta verið aðeins ólíkar í lögun og því er smávægilegur munur á þeim.
Sjá 360° panorama mynd af studio íbúð hér.
One bed home
Fyrir allt að þrjá gesti
One-bed íbúðirnar eru einstaklega rúmgóðar, að meðaltali 30 m² að stærð. Í hverri íbúð er fullbúið eldhús með ísskáp. Baðherbergi, snjallsjónvarp, sturta og ókeypis þráðlaust internet er í íbúðunum. Hægt er að óska eftir því að fá íbúð með þvottavél. Einnig er hægt að óska eftir að fá íbúð með svefnsófa gegn auka gjaldi. Íbúðirnar í þessum flokki geta verið aðeins ólíkar að stærð og lögun.
Sjá 360° panorama mynd af one-bed home íbúð hér.
One bed apartment
Fyrir allt að fjóra gesti
One-bed íbúðirnar okkar eru rúmgóðar og notalegar, hver um sig að meðaltali 23 m² að stærð. Baðherbergi er í öllum íbúðunum ásamt fullbúnu eldhúsi með ísskáp, uppþvottavél og þvottavél. Snjallsjónvarp og ókeypis þráðlaust internet er í íbúðunum. Hægt er að óska eftir íbúð með svefnsófa gegn auka gjaldi, þannig að hægt er að bæta við tveimur auka gestum. Íbúðirnar í þessum flokki eru mismunandi að stærð og lögun og því smávægilegur munur á milli þeirra.
Sjá 360° panorama mynd af one-bed apartment íbúð hér.
Family apartment
Fyrir allt að fjóra gesti
Family apartment íbúðirnar eru að meðaltali 32 m² og eru með tvö hjónarúm, eitt baðherbergi og því tilvaldar fyrir fjölskyldu með tvö börn eða þrjá fullorðna gesti. Hver íbúð hefur eldhúskrók með bæði ísskáp og uppþvottavél. Í íbúðunum er snjallsjónvarp, sturta og ókeypis þráðlaust internet. Hægt er að óska eftir barnarúmi gegn auka gjaldi. Ekki hægt að bæta svefnsófa við í þessa íbúðir.
Sjá 360° panorama mynd af family Apartment hér.
Superior apartment
Fyrir allt að fjóra gesti
Superior íbúðirnar eru að meðaltali 32 m² að stærð. Í þeim er baðherbergi og eldhúskrókur með bæði ísskáp og uppþvottavél. Í hverri íbúð er hjónarúm og hægt er að fá barnarúm eða svefnsófa gegn auka gjaldi. Íbúðirnar eru með snjallsjónvarp, sturtu og ókeypis þráðlaust internet. Íbúðirnar í þessum flokki geta verið aðeins ólíkar að stærð og lögun.
Sjá 360° panorama mynd af superior íbúð hér.
Two bed apartment
Fyrir allt að sex gesti
Upplifðu þægindin sem rúmgóðu tveggja herbergja íbúðirnar okkar bjóða upp á. Íbúðirnar eru að meðaltali 50 m² að stærð. Hver íbúð er með baðherbergi og tvö hjónarúm, auk þess að hægt er að óska eftir íbúð með svefnsófa gegn auka gjaldi, svefnsófinn getur rúmað tvo auka gesti. Hver íbúð hefur snjallsjónvarp og ókeypis þráðlaust internet. Íbúðirnar hafa fullbúið eldhús með ísskáp, en hægt er að óska sérstaklega eftir íbúð með uppþvottavél og þvottavél. Íbúðirnar í þessum flokki geta verið aðeins mismunandi að stærð og lögun.
Sjá 360° panorama mynd af two-bed íbúð hér.























