CH_Laugavegur_Hero_4
Herbergin á Laugaveg

Nýmóðins og notaleg.

Bóka herbergi
Lítið & ljúft
Sd
Sd 2
Sd 3
Sd 4

Small double

Útsýni yfir borgina

Small double herbergin á Laugavegi eru fallega hönnuð, lítil en glæsileg á sama tíma. Herbergin eru að meðaltali 12,5 m² að stærð. Öll herbergin eru með einu hjónarúmi í Queen stærð, sturtu og eru búin öllum þeim helstu þægindum sem þú þarft fyrir þægilega stutta dvöl.  

Sjá 360° panorama mynd af small double herbergi hér.

Bjart & skemmtilegt
Stdt
Stdt 2
Stdt 3
Stdt 4

standard double/twin

stórir gluggar

The Standard double/twin herbergin eru að meðaltali 18,5 m² að stærð og eru með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að sameina í eitt king size rúm. Hvert herbergi er með sturtu, og hægt er að biðja um barnarúm gegn aukagjaldi. Herbergin eru hönnuð með hlýleika í huga og sum þeirra bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir miðborgina. Öll herbergin eru búin þeim helstu þægindum sem þú þarft fyrir þægilega stutta dvöl. 

Sjá 360° panorama mynd af standard double/twin herbergi hér.

Svalir
lv-balcony-room-1-2
lv-balcony-room-2-2
lv-balcony-room-3-2

Balcony double/twin

Borgarútsýni

The Balcony Double/twin herbergin bjóða upp á enn betri upplifun og eru staðsett á efstu (4.) hæð hótelsins. Hvert herbergi er með svölum þar sem hægt er að njóta fallegs útsýnis, fullkomið til að slaka á með morgunkaffinu. Herbergin eru hönnuð með þægindi og sveigjanleika í huga, með tveimur einstaklingsrúmum sem hægt er að sameina í king-size rúm ef óskað er eftir því. Baðherbergið er með sturtu og herbergið er búið öllum helstu þægindum sem tryggja þægilega dvöl. Hvort sem dvölin er vegna vinnu eða skemmtunar, þá bjóða þessi herbergi upp á bjarta og notalega stemningu.

Sjá 360° panorama mynd af Balcony double/twin herbergi hér


Huggulegt & heillandi
Sup
Sup 2
Sup 3
Superior-Dbl_Twn-03

deluxe double/twin

Rúmgóð herbergi

Deluxe Double/Twin herbergin okkar eru mjög rúmgóð, að meðaltali um 21 m². Sum herbergin eru með gólfsíðum gluggum sem hleypa inn miklu náttúrulegu ljósi og bjóða upp á stórbrotið útsýni yfir aðalgötuna í Reykjavík. Baðherbergin eru rúmgóð og með þægilegu baðkari sem hentar vel til afslöppunar. Í hverju herbergi eru tvö einstaklingsrúm sem hægt er að sameina í king-size rúm ef þess er óskað. Baðherbergið er búið öllum helstu þægindum og Nespresso-vél er til staðar fyrir hágæða kaffiupplifun inni á herberginu.

Sjá 360° panorama mynd af deluxe double/twin herbergi hér.

Stílhreint & sjarmerandi
Dlxcr
Dlxcr 2
Dlxcr 3
Dlxcr 5

deluxe corner room

Tilvalið til að leyfa sér smá

Deluxe Corner herbergin okkar eru fallegustu herbergi hótelsins, þau eru björt og staðsett á horni byggingarinnar, með gluggum frá gólfi til lofts og svölum með frábæru borgarútsýni. Herbergin eru með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að sameina í eitt rúm í King stærð. Hvert herbergi er með Nespresso vél, sturtu og hægt er að biðja um barnarúm gegn aukagjaldi. 

Sjá 360° panorama mynd af deluxe corner herbergi hér.  

Inni á herberginu er

Flatskjár
Þráðlaust net
sturta
Hárþurrka
Handklæði
Sími
Öryggishólf
Straujárn