Hinsegin dagar!
Hinsegin dagar

Hinsegin dagar í Reykjavík hafa verið fastur liður í bæjarlífinu um áraraðir og er einn fjölsóttasti viðburður ársins, dagskráin byrjar á þriðjudeginum strax eftir verslunarmannahelgi og nær til sunnudags, þetta er heil vika af fræðslu og gleði. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga og er alltaf haldin á laugardeginum. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni. Til að nálgast frekari upplæysingar um Hinsegin daga er hægt að smella hér.

Dagsetning 08/08/2023 - 13/08/2023