CH_Klopp_Hero_1
Center Hotels búðin

Í búðinni okkar finnurðu úrval af skemmtilegum vörum.

Smá Center Hotels fyrir þig!

Sjáðu hvað við eigum til í búðinni okkar. Mögulega finnurðu eitthvað sem þér lýst vel á vilt næla þér í eftir að hafa dvalið hjá okkur.

Hlý og notaleg teppi
Teppi
Úr íslenskri ull
Mögulega hefurðu séð þessi ef þú hefur dvalið á Miðgarði by Center Hotels. Þar er að finna garð sem er staðsettur í miðju hótelsins sem við erum mjög stolt af, það stolt að við ákváðum að sameina fegurðina við garðinn við hlýtt og gott teppi en myndin á teppinu er yfirlitsmynd af garðinum okkar. Hægt er að kaupa teppin á móttökunni á Miðgarði fyrir 18.900 kr.
Spa sett frá URÐ
spa
Úr íslensku hráefni
Upplifaðu fullkomna afslöppun á hótelherberginu þínu eða heima eftir dvölina hjá okkur með lúxus SPA settinu okkar frá URÐ. Spa settið felur í sér endurnýtanlegan trefjaklút, handgerða fjallasápa, líkamskrúbb, vikurstein og krem - allt handverk frá URÐ sem framleiðir húðumhirðuvörur gerðar úr náttúrulegu hráefnum frá Íslandi. Spa settið er í boði á öllum hótelum okkar fyrir aðeins 7.800 kr.