isafold-lounge-bar
Center Hotels & Bleika slaufan

Við erum stolt af því að geta stutt við Bleiku slaufuna og viljum með því styðja við og styrkja Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini hjá konum.

Við styrkjum Bleiku slaufuna

Til að sýna okkar stuðning og til að vekja eftirtekt á málefninu sem snýr að brjóstakrabbameini munum við halda viðburð á Ísafold Lounge & Bar sem staðsettur er á Þingholti by Center Hotels. Viðburðurinn fer fram þann 20. október frá kl. 17:00 - 20:00 og munum við bjóða upp á músík, hlátur, gleði, veitingar og vörur til sölu til styrktar Bleiku slaufunnar.

DJ Silja Glömmi

DJ Silja Glömmi

Áfram í takt

DJ Silja Glömmi mun sjá um að halda stemningunni á góðum nótum á Ísafold Lounge & Bar frá kl. 17:00. Á meðan þú nýtur tónlistarinnar getur þú einnig notið bleikra drykkja á Happy Hour á barnum og styrkt Bleiku slaufuna í leiðinni.
Meira um Silju!

Kimi Tayler

Kimi

Hlátur og gleði

Búðu þig undir að skemmta þér með Kimi Taylor þar sem hún fer á léttum nótum yfir skemmtefni sem hún hefur safnað að sér. Kimi er breskur uppistandari sem er búsett á Íslandi og lumar því á mörgum skemmtilegum sögum sem hún nýtur að segja. Kimi stígur á stokk á Ísafold Lounge & Bar kl. 18:00.
Meira um Kimi!

Verum bleik

Pink tote bag

Vertu með í baráttunni

Við viljum gera það sem við getum til að styðja við Krabbameinsfélagið og höfum því útbúið sérhannaða bleika poka merkta með slagorðinu "Verum bleik". Með því viljum við sýna okkar stuðning við Bleiku slaufuna og vonumst til að sem flestir geri slíkt hið sama og næli sér í bleikan poka. Pokarnir verða til sölu á viðburðinum frá kl. 18-19 og kosta 2.900 kr. Allur ágóði rennur til Bleiku slaufunnar.
Meira takk!

Bleikar makkarónur

Pink macarons

Þessar frönsku klassísku

Sweet Aurora bakarí hefur mikla ánægju af því að deila einstöku frönsku bakaralistinni með okkur Íslendingunum og eitt af því sem þau sérhæfa sig í eru ljúffengar makkarónur. Hvað er franskara en það? Á viðburðinum munum við bjóða upp á bleikar makkarónur frá bakarínu með bleikum mocktail á 3000 kr. Ágóðinn rennur til Bleiku slaufunnar.
Meira takk!

Bleik stemning

Pink mocktail

Fersk, bleik gleði

Á boðstólnum verður spennandi bleikur mocktail frá Bottega sem samanstendur af "Shake it Grenadine og Bottega Prosecco án áfengis með epla- og sítrónusafa. Til að setja punktinn yfir i-ið þá bætum við eggjahvítu við drykkinn og útkoman verður bleik gleði sem smakkast einstaklega vel. Bleiki mocktail drykkurinn verður á 2300 kr. og rennur ágóðinn til Bleiku slaufunnar.
Meira takk!