CH_Mobile_Home_Hero

Í hjarta borgarinnar

Ef þú ert að leita að notalegum og þægilegum dvalarstað í Reykjavík, þá skaltu taka stefnuna niður í miðbæ. Center Hotels er skemmtilega samsett fjölskylda sjö hótela sem dreifð eru um hjarta borgarinnar. Væntingar og þarfir gesta okkar eru ólíkar og þá er gott að geta boðið upp á fjölbreytt úrval. Hvert þeirra hefur sín einkenni – en þú getur þó verið alveg viss um að gestrisnin tekur þér alltaf fagnandi á Center Hotels. Vertu hjartanlega velkomin.

Bóka núna
Miðgarður
Þingholt
Grandi
Skjaldbreið
Plaza
Arnarhvoll
Laugavegur
Klöpp
Vertu miðsvæðis
Herbergin okkar
CH_Home_Rooms
Sofðu rótt og fáðu andann yfir þig
Við leggjum mikið upp úr því að gestir okkar snúi aftur eftir langan dag með tilhlökkun og eftirvæntingu í huga. Tilfinningin á að vera eins og að koma heim. Herbergin á hótelunum okkar sjö eru fjölbreytt þar sem ólíkar þarfir og væntingar gesta eru hafðar að leiðarljósi.
Meira, takk!
Matur og drykkir
CH_Home_FoodDrink
Fylltu á tankinn fyrir daginn
Á veitingastöðum Center Hotels bjóðum við mat og drykk sem hæfir öllum tilefnum, morgun, hádegi og kvöld. Þú getur alltaf gengið að gæðunum vísum þar sem boðið er upp á þekkta og vinsæla rétti í passlegu hlutfalli við sérviskulega þjóðarrétti. Vínin eru gaumgæfilega valin af sérfræðingum og kokteilar með tvisti að hætti hússins. Allir bragðlaukar kætast, hverrar þjóðar sem þeir eru.
Meira, takk!
Fundir & veislur
CH_Home_MeetingsEvents
Skipuleggðu góðan fund eða veislu
Þarftu að skipuleggja stóran fund fyrir erlenda viðskiptavini? Hitta nokkra samstarfsmenn og ræða málin í einrúmi eða er veisla í vændum? Við sköpum fullkomna umgjörð fyrir vel heppnaða fundi og veislur. Fyrsta flokks tækjabúnaður, ljúffengar veitingar og vinalegt andrúmsloft.
Meira, takk!
Heilsulind & heilsurækt
CH_Home_SpaGym
Slepptu þér og slakaðu svo á
Það er fátt jafn dásamlegt og að láta þreytuna líða úr sér eftir viðburðaríkan dag í heitum potti, sánu eða nuddi. Já, eða svitna vel og taka á því í heilsuræktarstöð ef maður hefur ekki alveg hreyft sig nóg. Öllum þessum þörfum getur þú sinnt á Center Hotels.
Meira, takk!

Meira um

We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.