CH_Home_Hero
CH_Mobile_Home_Hero

Í hjarta borgarinnar

Ef þú ert að leita að notalegum og þægilegum dvalarstað í Reykjavík, þá skaltu taka stefnuna niður í miðbæ. Center Hotels er skemmtilega samsett fjölskylda átta hótela sem dreifð eru um hjarta borgarinnar. Væntingar og þarfir gesta okkar eru ólíkar og þá er gott að geta boðið upp á fjölbreytt úrval. Hvert þeirra hefur sín einkenni – en þú getur þó verið alveg viss um að gestrisnin tekur þér alltaf fagnandi á Center Hotels. Vertu hjartanlega velkomin.

Bóka núna
Smáfrí
CH_Laugavegur_Hero_4
Ekki að fara langt
Njóttu þess að ferðast innanlands í sumar, upplifðu miðborgina á nýjan hátt og dekraðu við þig með hótelgistingu í hjarta borgarinnar. Við bjóðum upp úrval af tilboðum í gistingu, mat og dekur bæði í formi tilboða sem og gjafabréfa. Notaðu kóðann "SUMAR" til að fá afsláttinn.
Meira takk!
Stuðningur við áætlun þína
Miðgarður
Förum að öllu með gát
Sökum COVID-19 erum við að horfa fram á tíma sem við höfum ekki upplifað áður og að því tilefni viljum við árétta að við erum að taka öll þau nauðsynlegu skref til að vernda þig sem gestinn okkar sem og starfsfólkið okkar. Allar aðgerðir sem við höfum farið í hafa verið í eftir þeim skrefum sem Embætti landlæknis og almannavarnadeild hafa sett fram.
Meira, takk
Miðgarður by Center Hotels
Þingholt by Center Hotels
Grandi by Center Hotels
Center Hotels Skjaldbreið
Center Hotels Plaza
Center Hotels Arnarhvoll
Center Hotels Laugavegur
Center Hotels Klöpp
CH_Home_Map All Hotels
Vertu miðsvæðis
Herbergin okkar
Rooms photo
Sofðu rótt og fáðu andann yfir þig
Við leggjum mikið upp úr því að gestir okkar snúi aftur eftir langan dag með tilhlökkun og eftirvæntingu í huga. Tilfinningin á að vera eins og að koma heim. Herbergin á hótelunum okkar sjö eru fjölbreytt þar sem ólíkar þarfir og væntingar gesta eru hafðar að leiðarljósi.
Meira, takk!
Matur og drykkir
CH_Home_FoodDrink
Fylltu á tankinn fyrir daginn
Á veitingastöðum Center Hotels bjóðum við mat og drykk sem hæfir öllum tilefnum, morgun, hádegi og kvöld. Þú getur alltaf gengið að gæðunum vísum þar sem boðið er upp á þekkta og vinsæla rétti í passlegu hlutfalli við sérviskulega þjóðarrétti. Vínin eru gaumgæfilega valin af sérfræðingum og kokteilar með tvisti að hætti hússins. Allir bragðlaukar kætast, hverrar þjóðar sem þeir eru.
Meira, takk!
Fundir & veislur
CH_Home_MeetingsEvents
Skipuleggðu góðan fund eða veislu
Þarftu að skipuleggja stóran fund fyrir erlenda viðskiptavini? Hitta nokkra samstarfsmenn og ræða málin í einrúmi eða er veisla í vændum? Við sköpum fullkomna umgjörð fyrir vel heppnaða fundi og veislur. Fyrsta flokks tækjabúnaður, ljúffengar veitingar og vinalegt andrúmsloft.
Meira, takk!
Heilsulind & heilsurækt
CH_Home_SpaGym
Slepptu þér og slakaðu svo á
Það er fátt jafn dásamlegt og að láta þreytuna líða úr sér eftir viðburðaríkan dag í heitum potti, sánu eða nuddi. Já, eða svitna vel og taka á því í heilsuræktarstöð ef maður hefur ekki alveg hreyft sig nóg. Öllum þessum þörfum getur þú sinnt á Center Hotels.
Meira, takk!

Meira um

Fáðu andann yfir þig

We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.