3
Opnunartilboð

Með tilkomu opnunar á glæsilegri heilsulind á Grandi by Center Hotels bjóðum við upp á einstakt opnunartilboð.

Hótelgisting & Spa

Í tilefni þess að við vorum að opna glænýtt og einstaklega fallegt spa á hótelinu okkar að Granda by Center Hotels bjóðum við nú upp á opnunartilboð sem felur í sér hótelgistingu, morgunverð og aðgang í Granda spa.

Tilboðið
Lounge
Hvíld & vellíðan
Innifalið í opnunartilboðinu er gisting í standard herbergi með morgunverði á hótelinu Grandi by Center Hotels ásamt aðgangi í nýju og glæsilegu heilsulindina; Grandi spa sem staðsett er á hótelinu. Að auki er innifalinn drykkur við komu á hótelið ásamt snemmbúinni og síðbúinni útritun á hótelið, ef hægt er að verða við því. Tilboðið hljóðar upp á 24.900 kr. og gildir fyrir tvo til maí 2024. Hægt er að bóka tilboðið með kóðanum VOR24 og möguleiki er á afbókun með 48 klst. fyrirvara. Einnig er í boði tilboð á eingöngu gistingu og morgunverði á Granda á 22.900 kr. fyrir tvo í eina nótt til 15. maí.
Bóka hér!
Grandi hótel
Lounge 3 - nytt
Stíll & stál
Grandi by Center Hotels er staðsett á Seljavegi 2. Hótelið sem áður hýsti vélsmiðjuna Héðinn er hannað í hráum en um leið fallegum og þægilegum stíl. Á hótelinu eru björt og rúmgóð herbergi sem bjóða upp á öll þau þægindi sem þarf fyrir góða hóteldvöl. Morgunverðahlaðborð er innifalið fyrir hótelgesti sem borinn er fram á veitingastaðnum Héðinn Kitchen & Bar sem einnig er opinn á kvöldin. Á hótelinu er hátt til lofts og vítt til veggja á móttökusvæðinu. Innritun er kl. 14:00 og útritun er kl. 11:00. Á Granda er að finna sannkallaða borgarstemningu í anda Reykjavíkur.
Meira takk!
Grandi spa
7
Lúxus & slökun
Glænýja heilsulindin Grandi spa er hönnuð með þægindi og slökun í huga. Hún býður upp á einstakt rými fyrir góða upplifun og vellíðan þar sem áhersla er lögð á að gestir fái að njóta sín. Í heilsulindinni er að finna gufubað, afslöppunarrými, búningsklefa með læstum skápum og heitir pottar sem eru með mismunandi hitastig. Opinn hringlaga gluggi er fyrir ofan heitu pottana sem hleypir náttúrulegri birtu inn og gestir geta horft upp í himinn á meðan þeir njóta sín í pottunum. Nuddherbergi eru í spainu, þar á meðal paranuddherbergi þar sem boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum. Boðið er upp á drykki í heilsulindinni og hægt er að taka á móti hópum, allt að 30 gestum í einu. Opið er í Granda spa frá 07:00 - 22:00 alla daga vikunnar.
Meira takk!

Bóka tilboð!

Gisting á Granda by Center Hotels með morgunverði og aðgangi í Granda spa.

Já takk!
Héðinn Kitchen & Bar
Restaurant 1
Smart & gott
Veitingastaðurinn Héðinn Kitchen & Bar er staðsettur á Grand by Center Hotels. Veitingastaðurinn er einstaklega fallega hannaður og býður upp á bæði skemmtilegt umhverfi og ljúffengar veitingar sem kokkarnir sjá um að töfra fram í eldhúsinu. Réttirnir eru einfaldir en einstaklega bragðgóðir og eru matreiddir úr hágæða hráefni. Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl. 18:00. Hótelgestir hjá Center Hotels fá 10% afslátt af á la carte matseðlinum. Happy Hour er alla daga frá k. 16:00 - 18:00.
Meira takk!
2
5
4
Grandi standard room II
1
Balcony 2
Grandi - deluxe IV
Lounge 3 - nytt
Restaurant 1
Restaurant 3
Grandi lobby lounge II
Grandi lobby lounge I
8
We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.