Christmas decorations in the lobby at Grandi by Center Hotels. Christmas lights and stocking by the fireplace.

Jólahlaðborð & Gjafabréf

Gefðu starfsfólkinu smá jólafjör með jólahlaðborði eða jólagjöf í formi gjafabréfa í gistingu, veitingar eða gott dekur.

Fyrir starfsfólkið

Þetta er tíminn til að gleðja fólkið sem gerir allt mögulegt. Við bjóðum upp á jólahlaðborð með öllum klassísku kræsingunum, þrírétta jólaseðla fyrir aðeins fínni stemningu og gjafabréf í gistingu, veitingar og dekur - fullkomið til að segja "takk fyrir árið".

Jólagjafabréf

Jólagjafabréf hjá Center Hotels

Gefðu starfsfólkinu gjöf sem gleður

Gjafabréfin okkar eru góð gjöf til að dekra við starfsfólkið. Hægt er að velja um úrval gjafabréfa í gistingu, veitingar eða dekur í heilsulind. Við bjóðum upp á magnafslátt sem felur í sér 10% afslátt við kaup á fleiri en 10 gjafabréfum, 15% afslátt fyrir 20-50 gjafabréf og 20% afslátt við kaup á fleiri en 50 gjafabréfum. Nánari upplýsingar og til að bóka á magnafslætti, vinsamlegast hafið samband við bokanir@centerhotels.is eða í síma 595 8582.
Sjá gjafabréf Meira takk!

Jól á Jörgensen

A overview of three tables set up for a venue. With white cloth, cutlery and brown napkins. The light flows into the room from a large window.

Kræsingar og kósí

Gerðu jólahlaðborðið að árlegum hápunkti fyrir teymið! Kokkarnir okkar á Jörgensen galdra fram ljúffenga jólalega rétti sem henta fullkomlega fyrir smærri og stærri hópa. Í boði er bæði jólahlaðborð og þrírétta jólakræsingar. Fullkomið fyrir jólaboð fyrirtækisins og til að þakka teyminu fyrir árið með hátíðlegum mat og góðri stemningu.
Meira takk!

Jól á Granda

One long table set up with a white cloth, napkins and cutlery in a beautiful setting at Grandi restaurant. Set up for a group in venue style

Hátíðleg stemning

Gerðu jólahátíðina að eftirminnilegu uppáhaldi ársins í fallegu umhverfi á Granda restaurant & bar. Boðið verður upp á bæði dýrindis jólahópaseðil fyrir minni hópa og veglegt jólahlaðborð fyrir stærri hópa ásamt hátíðlegri stemningu í glæsilegum sal sem setur rétta jólatóninn fyrir hópinn. Fyrir nánari upplýsingar er best að hafa samband við grandirestaurant@centerhotels.com
Meira takk!

Jól á Ísafold

Ísafold jól

Ljúffeng jólastemning

Gerðu vel við hópinn með hátíðlegri stemningu í einstaklega fallegum og notalegum sal á Ísafold. Hægt er að velja um veglega matarupplifun fyrir stærri hópa sem felur í sér einka aðgengi að stærri sal með úrval af réttum eða hlýlega upplifun fyrir smærri hópa sem felur í sér einka aðgang að heilsulind og minni sal með úrvali af veitingum.
Meira takk!

Hátíðarseðlar

A selection of christmas food set on a table with a hand reaching out to a christmas cocktail

Opið um jól & áramót

Það verður opið á öllum veitingastöðunum okkar yfir jólahátíðina. Í boði verður hátíðlegt jólahlaðborð á aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld. Kvöldin eru tvísetin, annars vegar frá 18:00 til 20:00 og hinsvegar frá 20:30 - 22:00. Hlaðborðin eru einstaklega vinsæl og því þarf að bóka borð í góðum tíma.