Við förum að öllu með gát

Áherslan okkar

Með tilkomu kórónavírussins (COVID-19) erum að horfa upp á undarlega tíma sem ekkert okkar hefur upplifað áður og því viljum við fullvissa þig um að okkar áhersla er og mun alltaf vera að tryggja öryggi þitt sem gest hjá okkur sem og velferð starfsmanna okkar. Við erum að vinna eftir þeim stöðlum og skrefum sem Embætti landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa sett fram.

Það er opið hjá okkur

Við viljum taka það fram að það er opið hjá okkur og þjónustan sem við erum að bjóða upp á er óbreytt. Eini munrinn er að við höfum aukið þá þætti sem snúa að hreinlæti og sótthreinsun í samræmi við þau skref sem Embætti landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa lagt fram.

Auka skref sem snýr að hreinlæti

Við fylgjumst náið með nýjustu upplýsingum frá Embætti landlæknis og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra sem snýr að auknu hreinlæti. Unnið er með það á hótelunum með auknum þrifum og sótthreinsun á svæðum sem margir staldra við á sbr. móttökusvæði, lyftur, almenningssalerni, hurðahúnar, ofl). Einnig höfum við aukið þrif og sótthreinsun á herbergjum gesta sem og að hafa handspritt á almenningssvæðum sem gestir og starfsmenn geta nýtt sér.

Auka skref sem snýr að mat & drykk

Við fylgjumst náið með og förum eftir þeim skrefum sem lögð hafa verið fram sem snýr að auknu hreinlæti í kringum mat og drykk. Við höfum bætt við handspritti fyrir gesti og starfsmenn á öllum almenningssvæðum sem eru í grennd við mat & drykk sem við bjóðum upp á.

Bros er betra en koss og knús
Iceland
Nýjustu upplýsingar um COVID-19
Fáðu nýjustu upplýsingarnar um þau skref sem verið er að taka í tengslum við COVID-19 á Íslandi frá Embætti landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Meira, takk

Við aðstoðum þig með gleði

Ég á bókað herbergi hjá ykkur og þarf að breyta dagsetningu bókunarinnar. Hvað get ég gert?

Það er lítið mál - við einfaldlega færum bókunina til þeirra dagsetningu sem hentar þér. Sendu okkur tölvupóst á breytingar@centerhotels.is og við veitum þér nánari upplýsingar, eða hringdu í okkur í síma 595 8500.

Ég er með óendurgreiðanlega bókun. Hvað get ég gert?

Ef þú vilt endurbóka gerum við það með ánægju. Sendu okkur tölvupóst á breytingar@centerhotels.is og við veitum þér nánari upplýsingar, eða hringdu í okkur í síma 595 8500. Ef þú vilt afbóka getum við gefið þér inneign fyrir upphæðinni sem þú hefur þegar greitt. Sendu okkur tölvupóst á breytingar@centerhotels.is og við veitum þér nánari upplýsingar. Endurgreiðslur eru því miður ekki í boði.

Ég bókaði í gegnum vefsíðu þriðja aðila. Hvað get ég gert?

Ef þú bókaðir í gegnum þriðja aðila, til dæmis Expedia eða Booking.com bendum við þér á að hafa beint samband við viðkomandi aðila. Því miður getum við ekki breytt bókunum sem eru gerðar af þriðja aðila. Við getum hinsvegar veitt þér ráðleggingar, sendu okkur tölvupóst á breytingar@centerhotels.is eða hringdu í okkur í síma 595 8500. Þó svo að bókunin sé í gegnum þriðja aðila bjóðum við þér að sjálfsögðu upp á að endurbóka hjá okkur á öðrum dagsetningum.

Breytingar á bókunum fyrir 31. maí 2020

Ef þú þarft að breyta bókuninni þinni sem þú átt hjá okkur fyrir 31. maí 2020 sökum reglna sem settar hafa verið fram vegna COVID-19 þá bjóðum við þér upp á nokkra möguleika. Söludeildin okkar er hér til að aðstoða þig. Allt okkar starfsfólk er sérstaklega þjálfað í að aðstoða þig með allt sem viðkemur þinni bókun og þær spurningar sem þú hefur. Þú getur haft samband við okkur hvenær sem er allan sólarhringinn í síma, á spjallinu okkar eða sent okkur tölvupóst. Ef þú þarft aðstoð strax með mál sem má ekki bíða biðjum við þig að hafa samband við okkur í síma eða í gegnum spjallið okkar. Ekki senda okkur tölvupóst ef minna en 48 tímar eru í komudag bókunar þinnar. Með öll önnur mál bendum við þér á að senda okkur tölvupóst á breytingar@centerhotels.is eða hringja í okkur í síma 595-8500. Þar sem við fáum mjög mikið magn af fyrirspurnum þessa stundina getur svörun tafist. Við þökkum biðlundina.

Ég bókaði í gegnum ferðaskrifstofu. Hvað get ég gert?

Vinsamlega hafðu samband við ferðaskrifstofuna fyrst. Þó svo að bókunin sé í gegnum þriðja aðila bjóðum við að sjálfsögðu upp á að endurbóka á öðrum dagsetningum.

Bókunin mín er með komudag innan næstu 48 tíma. Hvað á ég að gera?

Hringdu strax í okkur í síma 595 8500 eða hafðu samband í gegnum spjallið okkar og við aðstoðum þig.

We use cookies to personalize content and to analyze our traffic. Please decide if you are willing to accept cookies from our website.