VÍN- OG MATARSMAKK Á ÍSAFOLD RESTAURANT

VÍN- OG MATARSMAKK Á ÍSAFOLD 

(See in English here)

Stefán Guðjónsson einn af okkar bestu sommeliers sem tvisvar hefur unnið titilinn Sommelier ársins mun heimsækja okkur á Ísafold Restaurant og deila visku sinni um vínheiminn.
Á námskeiðinu munum við bragða á 5-6 vinsælum vínþrúgum, Sauvignon blanc, Chardonnay, Tempranillo, Cabernet Sauvignon og Shiraz og para þau með 5 gómsætum réttum. Réttirnir sem eru pöruð með vínunum eru meðal annars: saltfiskur, skötuselur, svínasíða og ribeye naut.*
Við lærum hvernig vínþrúgurnar eru frábrugðnar hver annarri, hvers vegna þær bragðast eins og þær gera, hvaða matur bragðast best með hvaða víni og af hverju.
Kynningin byrjar kl: 18:00 og getur farið fram á íslensku eða ensku allt eftir fjölbreytileika hópsins.
Verð á þátttöku er aðeins 7.900 kr. á mann og þarf að bóka fyrirfram til að tryggja sér sæti við borðið.
*Vínsmökkun 13. desember mun vera með jólalegu ívafi þar sem vín verður parað með jólaréttum.